Lyfjastofnun bregst við lyfjaskorti með nýju kerfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein fyrir ári síðan. Ekkert lát virðist á lyfjaskorti í landinu en konur, í krabbameinsmeðferðum, þurfa enn að lána hvor annarri lífsnauðsynleg lyf til að halda meðferð áfram. Þær segja ástandið langþreytt. Í lok september sagði forstjóri Lyfjastofnunar að lyfin yrðu aðgengileg innan fárra daga. Enn á ný stíga þær konur sem eru í lyfjameðferð eftir brjóstakrabbamein fram og vekja athygli á að mikill skortur sé á lífsnauðsynlegum lyfjum í landinu. Fjallað var upphaflega um málið í september en þá höfðu konurnar verið lyfjalausar dögum saman eða neyðst til að lána hvor annarri lyf til að halda meðferð áfram. Nokkrar þeirra hafa deilt áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum. „Við erum örmagna. Þetta gengur ekki lengur. Nú er heilbrigðiskerfið farið að marinera okkur á botni lyfjaskorts," segir ein þeirra. Alma Geirdal, sem barist hefur við krabbamein í ár, tekur undir þetta. „Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þetta gerist. Þetta á ekki að vera svona. Eins og ég segi þá eru þetta lífsnausynleg lyf fyrir okkur. Við erum inni á lokaðri grúppu, konur sem hafa verið með brjóstakrabbamein. Þar skiptumst við á lyfjum til að konur sem eiga ekki lyf fái lyfin sín,“ segir hún.Apótek megi afgreiða undanþágulyf Fréttastofa leitaði svara hjá Lyfjastofnun og fékk þær upplýsingar að lyfið sé ófáanlegt vegna framleiðslutafa. Í dag tilkynnti svo stofnunin á heimasíðu sinni að apótek megi bregðast við með þvi að afgreiða undanþágulyf þegar tiltekin lyf fást ekki í lengri tíma og einnig að nýtt kerfi taki strax gildi þar sem markaðsleyfishöfum verður gert skylt að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort. Konurnar hafa þó ekki aðgengi að frumlyfinu en margar segja óþægilegar aukaverkanir fylgja undanþágulyfjunum. Ekki sé boðlegt að geta ekki klárað meðferð á sömu lyfjum og vísað var á þær. „ Það eru nægar aukaverkanir af lyfinu sem við erum á. Mikið hita- og kuldakóf, herjar á stoðkerfið, bjúgmyndun, þreyta, verkir í fótum, geta verið öndunarerfiðleikar. Ef þessi lyf auka á aukaverkanirnar þá er það hræðilegt fyrir okkur sem þurfum nauðsynlega á þessu að halda,” segir hún og fagnar því að Lyfjastofnun hafi sett af stað nýtt ferli í dag. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Ekkert lát virðist á lyfjaskorti í landinu en konur, í krabbameinsmeðferðum, þurfa enn að lána hvor annarri lífsnauðsynleg lyf til að halda meðferð áfram. Þær segja ástandið langþreytt. Í lok september sagði forstjóri Lyfjastofnunar að lyfin yrðu aðgengileg innan fárra daga. Enn á ný stíga þær konur sem eru í lyfjameðferð eftir brjóstakrabbamein fram og vekja athygli á að mikill skortur sé á lífsnauðsynlegum lyfjum í landinu. Fjallað var upphaflega um málið í september en þá höfðu konurnar verið lyfjalausar dögum saman eða neyðst til að lána hvor annarri lyf til að halda meðferð áfram. Nokkrar þeirra hafa deilt áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum. „Við erum örmagna. Þetta gengur ekki lengur. Nú er heilbrigðiskerfið farið að marinera okkur á botni lyfjaskorts," segir ein þeirra. Alma Geirdal, sem barist hefur við krabbamein í ár, tekur undir þetta. „Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þetta gerist. Þetta á ekki að vera svona. Eins og ég segi þá eru þetta lífsnausynleg lyf fyrir okkur. Við erum inni á lokaðri grúppu, konur sem hafa verið með brjóstakrabbamein. Þar skiptumst við á lyfjum til að konur sem eiga ekki lyf fái lyfin sín,“ segir hún.Apótek megi afgreiða undanþágulyf Fréttastofa leitaði svara hjá Lyfjastofnun og fékk þær upplýsingar að lyfið sé ófáanlegt vegna framleiðslutafa. Í dag tilkynnti svo stofnunin á heimasíðu sinni að apótek megi bregðast við með þvi að afgreiða undanþágulyf þegar tiltekin lyf fást ekki í lengri tíma og einnig að nýtt kerfi taki strax gildi þar sem markaðsleyfishöfum verður gert skylt að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort. Konurnar hafa þó ekki aðgengi að frumlyfinu en margar segja óþægilegar aukaverkanir fylgja undanþágulyfjunum. Ekki sé boðlegt að geta ekki klárað meðferð á sömu lyfjum og vísað var á þær. „ Það eru nægar aukaverkanir af lyfinu sem við erum á. Mikið hita- og kuldakóf, herjar á stoðkerfið, bjúgmyndun, þreyta, verkir í fótum, geta verið öndunarerfiðleikar. Ef þessi lyf auka á aukaverkanirnar þá er það hræðilegt fyrir okkur sem þurfum nauðsynlega á þessu að halda,” segir hún og fagnar því að Lyfjastofnun hafi sett af stað nýtt ferli í dag.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19
Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23