Barnier segir drögin koma í veg fyrir hörð landamæri á Írlandi Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 21:49 Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, ávarpaði fréttamenn í kvöld. Getty/Bloomberg Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, segir að samningsdrögin, sem nú hafi verið kynnt, búi þannig um hnútana að ekki þurfi að koma upp sérstöku eftirliti á landamærum Írlands og Norður-Írlands. „Við höfum tekið afgerandi skref í þá átt að tryggja skipulagða útgöngu í mars,“ sagði Barnier í kvöld eftir að tilkynnt var að breska ríkisstjórnin hefði samþykkt samningsdrögin. Drögin telja 585 blaðsíður. Barnier segir að með samningnum verði landamærin á Írlandi áfram eins og þau hafi verið, án sérstaks eftirlits.Einn helsti ásteytingarsteinninn Deilan um hvernig haga skuli málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í Brexit-viðræðunum. Hefur verið talað um hið svokallaða „backstop“, áætlun sem er ætlað að tryggja að ekki komi til harðra landamæra á Írlandi. Norður-Írland verður ekki hluti Evrópusambandsins eftir útgöngu, en Írland verður þó áfram aðili. Hefur mikið verið rætt um að friðarsamningarnir sem kenndir eru við föstudaginn langa, kunni að vera í uppnámi, yrði hörðum landamærum komið á.Áfram hluti tollabandalagsins Lausnin verður að Bretland verði tímabundið áfram hluti tollabandalags Evrópu og að samningsaðilar skulu á aðlögunartímabilinu, sem telur 21 mánuður frá útgöngu í lok mars næstkomandi, ná saman um viðskiptasamning sem tryggi að landamærin verði áfram opin. Þannig virðast Bretar hafa komist hjá því að gangast við fyrri tillögu Barnier um að komið yrði á sérstökum tollalandamærum á hafsvæðinu milli Norður-Írlands og restinni af Bretlandi. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, segir að samningsdrögin, sem nú hafi verið kynnt, búi þannig um hnútana að ekki þurfi að koma upp sérstöku eftirliti á landamærum Írlands og Norður-Írlands. „Við höfum tekið afgerandi skref í þá átt að tryggja skipulagða útgöngu í mars,“ sagði Barnier í kvöld eftir að tilkynnt var að breska ríkisstjórnin hefði samþykkt samningsdrögin. Drögin telja 585 blaðsíður. Barnier segir að með samningnum verði landamærin á Írlandi áfram eins og þau hafi verið, án sérstaks eftirlits.Einn helsti ásteytingarsteinninn Deilan um hvernig haga skuli málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í Brexit-viðræðunum. Hefur verið talað um hið svokallaða „backstop“, áætlun sem er ætlað að tryggja að ekki komi til harðra landamæra á Írlandi. Norður-Írland verður ekki hluti Evrópusambandsins eftir útgöngu, en Írland verður þó áfram aðili. Hefur mikið verið rætt um að friðarsamningarnir sem kenndir eru við föstudaginn langa, kunni að vera í uppnámi, yrði hörðum landamærum komið á.Áfram hluti tollabandalagsins Lausnin verður að Bretland verði tímabundið áfram hluti tollabandalags Evrópu og að samningsaðilar skulu á aðlögunartímabilinu, sem telur 21 mánuður frá útgöngu í lok mars næstkomandi, ná saman um viðskiptasamning sem tryggi að landamærin verði áfram opin. Þannig virðast Bretar hafa komist hjá því að gangast við fyrri tillögu Barnier um að komið yrði á sérstökum tollalandamærum á hafsvæðinu milli Norður-Írlands og restinni af Bretlandi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40