Segir lýðræðið hafa brugðist íbúum Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2018 20:45 Stacey Abrams og Brian Kemp. AP/John Amis Stacey Abrams, frambjóðandi Demókrataflokksins til embættis ríkisstjóra Georgíu, viðurkenndi óskigur í gærkvöldi, tíu dögum eftir kosningarnar. Hún sagði þó í ræðu sinni í gær að lýðræðið hefði brugðist Georgíu og sagðist ætla að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins. Mótframbjóðandi Abrams, Brian Kemp, þakkaði henni fyrir baráttuna og kallaði fyrir samstöðu. Í kjölfar kosninganna hafa málaferli farið fram og hafa þúsundir atkvæða sem höfðu ekki verið talin fundist. Eftir endurtalningar náði Kemp yfir 50 prósent fylgi og var ekki þörf á nýjum kosningum. Þó Abrams hafi játað ósigur er ljóst að hún er ekki sátt niðurstöðuna og þá sérstaklega hvernig kosningarnar fóru fram. Hún hefur heitið því að höfða málsókn vegna þess hvernig kosningar fara fram í Georgríu.Þá sakar hún Kemp um að nota stöðu sína sem innanríkisráðherra Georgíu, og þá æðsti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningum, til þess að hreinsa kjörskrá ríkisins af fólki til að auka líkur sínar á kjöri. „Undir stjórn okkar fyrrverandi innanríkisráðherra, Brian Kemp, þá brást lýðræðið Georgíu,“ sagði Abrams. Hún sakaði Kemp um að hafa með markvissum hætti, á undanförnum tíu árum, reynt að gera fólki sem gjarnan er talið líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn erfiðara að kjósa. Er þar að langmestu átt við fólk sem tilheyrir minnihlutahópum.AP fréttaveitan segir að Abrams hafi íhugað að grípa til frekari lögsókna vegna framkvæmdar kosninganna og íhugaði jafnvel að viðurkenna ekki niðurstöður kosninganna. Að endingu hafi hún þó talið að það gæti komið niður á baráttu hennar í að bæta aðgengi fólks að kjörklefum.Á blaðamannafundi í kjölfar ræðu Abrams kallaði Kemp eftir samstöðu í Georgíu. Kosningarnar væru búnar og hann þyrfti að einbeita sér að því að sinna embætti Ríkisstjóra. Kemp sagði einnig að stjórnmálin væru erfiður bransi. Hann sagði lögum Georgíu, sem eru jafnvel talin þau ströngustu í Bandaríkjunum, ætlað að tryggja að kosningum sé ekki stolið frá frambjóðendum. Aldrei hefðu fleiri tekið þátt í kosningum og hann hefði fengið fleiri atkvæði en nokkur annar ríkisstjóri Georgíu. Þó hann hafi einungis fengið rétt rúmlega 50 prósent atkvæða. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Stacey Abrams, frambjóðandi Demókrataflokksins til embættis ríkisstjóra Georgíu, viðurkenndi óskigur í gærkvöldi, tíu dögum eftir kosningarnar. Hún sagði þó í ræðu sinni í gær að lýðræðið hefði brugðist Georgíu og sagðist ætla að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins. Mótframbjóðandi Abrams, Brian Kemp, þakkaði henni fyrir baráttuna og kallaði fyrir samstöðu. Í kjölfar kosninganna hafa málaferli farið fram og hafa þúsundir atkvæða sem höfðu ekki verið talin fundist. Eftir endurtalningar náði Kemp yfir 50 prósent fylgi og var ekki þörf á nýjum kosningum. Þó Abrams hafi játað ósigur er ljóst að hún er ekki sátt niðurstöðuna og þá sérstaklega hvernig kosningarnar fóru fram. Hún hefur heitið því að höfða málsókn vegna þess hvernig kosningar fara fram í Georgríu.Þá sakar hún Kemp um að nota stöðu sína sem innanríkisráðherra Georgíu, og þá æðsti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningum, til þess að hreinsa kjörskrá ríkisins af fólki til að auka líkur sínar á kjöri. „Undir stjórn okkar fyrrverandi innanríkisráðherra, Brian Kemp, þá brást lýðræðið Georgíu,“ sagði Abrams. Hún sakaði Kemp um að hafa með markvissum hætti, á undanförnum tíu árum, reynt að gera fólki sem gjarnan er talið líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn erfiðara að kjósa. Er þar að langmestu átt við fólk sem tilheyrir minnihlutahópum.AP fréttaveitan segir að Abrams hafi íhugað að grípa til frekari lögsókna vegna framkvæmdar kosninganna og íhugaði jafnvel að viðurkenna ekki niðurstöður kosninganna. Að endingu hafi hún þó talið að það gæti komið niður á baráttu hennar í að bæta aðgengi fólks að kjörklefum.Á blaðamannafundi í kjölfar ræðu Abrams kallaði Kemp eftir samstöðu í Georgíu. Kosningarnar væru búnar og hann þyrfti að einbeita sér að því að sinna embætti Ríkisstjóra. Kemp sagði einnig að stjórnmálin væru erfiður bransi. Hann sagði lögum Georgíu, sem eru jafnvel talin þau ströngustu í Bandaríkjunum, ætlað að tryggja að kosningum sé ekki stolið frá frambjóðendum. Aldrei hefðu fleiri tekið þátt í kosningum og hann hefði fengið fleiri atkvæði en nokkur annar ríkisstjóri Georgíu. Þó hann hafi einungis fengið rétt rúmlega 50 prósent atkvæða.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36
Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15