Efnunum eytt á Spáni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. nóvember 2018 06:15 Sigurður Ragnar Kristinsson. Fréttablaðið/Ernir Fíkniefnum sem haldlögð voru af spænskum lögregluyfirvöldum í svokölluðu Skáksambandsmáli var eytt áður en frekari greining, sem íslenska lögreglan óskaði eftir, hafði farið fram. Þetta staðfestir Anna Barbara Andradóttir saksóknari. „Það var óskað eftir því af hálfu íslensku lögreglunnar að þeim yrði ekki eytt en náðist ekki í tíma og þeim var eytt áður en sú beiðni komst til skila.“ Þrír hafa verið ákærðir í málinu, þeirra á meðal Sigurður Ragnar Kristinsson, sem er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, 23,8% að styrkleika, hingað til lands frá Spáni. Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. „Ákærði hefur efasemdir um vigtun efnanna og magn efna sem tiltekið er í ákærunni. Þá eru uppi efasemdir um styrkleikamælingu efnanna og um að þetta séu að öllu leyti efnin sem tilgreind eru í ákæru,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Sigurðar Ragnars, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Aðspurð segir Anna Barbara að lögregla hafi óskað eftir frekari greiningu á efnunum meðan málið var á rannsóknarstigi en ekki hafi verið unnt að verða við því enda búið að eyða þeim. Hún segir ákvörðun um eyðingu efnanna hafi verið tekna á grundvelli vinnureglna þar ytra eftir ákveðnum stöðlum hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrátt fyrir að ekki hafi reynst unnt að afla frekari greininga sé skýrslan ekki dregin í efa. Um Evrópuríki sé að ræða sem fylgi sömu viðmiðum og gert er hér á landi og allar mælingar hafi verið gerðar sem ætti að vera fullnægjandi samkvæmt hérlendum stöðlum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
Fíkniefnum sem haldlögð voru af spænskum lögregluyfirvöldum í svokölluðu Skáksambandsmáli var eytt áður en frekari greining, sem íslenska lögreglan óskaði eftir, hafði farið fram. Þetta staðfestir Anna Barbara Andradóttir saksóknari. „Það var óskað eftir því af hálfu íslensku lögreglunnar að þeim yrði ekki eytt en náðist ekki í tíma og þeim var eytt áður en sú beiðni komst til skila.“ Þrír hafa verið ákærðir í málinu, þeirra á meðal Sigurður Ragnar Kristinsson, sem er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, 23,8% að styrkleika, hingað til lands frá Spáni. Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. „Ákærði hefur efasemdir um vigtun efnanna og magn efna sem tiltekið er í ákærunni. Þá eru uppi efasemdir um styrkleikamælingu efnanna og um að þetta séu að öllu leyti efnin sem tilgreind eru í ákæru,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Sigurðar Ragnars, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Aðspurð segir Anna Barbara að lögregla hafi óskað eftir frekari greiningu á efnunum meðan málið var á rannsóknarstigi en ekki hafi verið unnt að verða við því enda búið að eyða þeim. Hún segir ákvörðun um eyðingu efnanna hafi verið tekna á grundvelli vinnureglna þar ytra eftir ákveðnum stöðlum hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrátt fyrir að ekki hafi reynst unnt að afla frekari greininga sé skýrslan ekki dregin í efa. Um Evrópuríki sé að ræða sem fylgi sömu viðmiðum og gert er hér á landi og allar mælingar hafi verið gerðar sem ætti að vera fullnægjandi samkvæmt hérlendum stöðlum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira