Innlent

Björn Bragi mun ekki skemmta Valsmönnum

Birgir Olgeirsson skrifar
Björn Bragi hefur beðið sautján ára stúlku afsökunar á að hafa áreitt hana.
Björn Bragi hefur beðið sautján ára stúlku afsökunar á að hafa áreitt hana. Vísir/Vilhelm
Uppistandarinn Jakob Birgisson mun fylla í skarð grínistans Björns Braga Arnarssonar á Herrakvöldi Knattspyrnudeildar Vals sem haldið verður annað kvöld. Lárus Bl. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, segir í samtali við Vísi að það hafi verið sameiginleg ákvörðun skipuleggjenda kvöldsins og Björns Braga að hann myndi ekki skemmta gestum á viðburðinum.

Mál Björns Braga hefur vakið mikla athygli í vikunni eftir að sjö sekúndna myndband rataði í dreifingu þar sem hann sást áreita sautján ára stúlku á Akureyri um liðna helgi.

Síðan þá hefur Björn Bragi beðist afsökunar og sagst bera fulla ábyrgð. Hann hefur stigið til hliðar sem spyrill spurningakeppni framhaldsskólanema Gettu betur.

Jakob Birgisson sló í gegn sem uppistandari um helgina.vísir/vilhelm
Greint var frá því fyrr í vikunni að Íslandsbanki og Ergo fjármögnun hefðu ákveðið að hætta við að bjóða upp á uppistand með Birni Braga sem hann átti að flytja fyrir starfsmenn fyrirtækjanna í lok næsta mánaðar. Nú bætist skemmtun Valsmanna við.

Uppistandarinn Jakob Birgisson skemmta gestum á herrakvöldi Vals. Hann skaust í sviðsljósið um liðna helgi eftir að félagi Björns Braga úr uppistandshópnum Mið-Íslandi, Ari Eldjárn, sagðist aldrei hafa séð jafn efnilegan grínista eftir uppistand Jakobs á veitingastaðnum Hard Rock.

Mynd af Birni Braga var á auglýsingu fyrir Herrakvöld Vals þar sem hann var kynntur sem eitt af atriðum kvöldsins ásamt söngvaranum Agli Ólafssyni, fyrrverandi ráðherranum Guðna Ágústsyni og formanni Körfuknattleiksdeildar Vals, Svala Björgvinssyni.

Í gær var ný  mynd sett inn fyrir viðburðinn þar sem Jakob var kominn í stað Björns Braga. 


Tengdar fréttir

Stór spurning sem erfitt er að svara

Óhætt er að segja að sjö sekúndna myndband sem fór í afar mikla dreifingu í netheimum á mánudagskvöld hafi dregið dilk á eftir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×