Íslenska ríkið sýknað vegna kaupa á jörðinni Felli Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2018 14:28 Jörðin Fell liggur að austanverðu Jökulsárlóni. Jökulsárlónið sjálft er hins vegar að langmestu leyti í ríkiseigu. Fréttablaðið ehf. Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrirtækisins Fögrusala ehf. vegna kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Fögrusalir keyptu jörðina Fell á uppboði í nóvember 2016 á rúman 1,5 milljarð íslenskra króna. Ríkið keypti svo jörðina með forkaupsrétti í janúar 2017. Fögrusalir töldu forkaupsréttinn hafa verið runninn út og töldu raunar að óeðlilega hafi verið staðið að málum á fleiri stigum málsins. Fjórða nóvember árið 2016 átti fyrirtækið Fögrusalir hæsta boðið í jörðina og hafði félaginu verið tilkynnt að tilboðinu yrði tekið bærist greiðsla í samræmi við uppboðsskilmála 11. nóvember 2016. Með bréfi 4. nóvember 2016 var íslenska ríkinu tilkynnt um lögbundinn forkaupsrétt sinn að jörðinni og gefinn 5 daga frestur til að nýta sér hann með vísan til jarðalaga. Íslenska ríkið taldi hins vegar að sér bæri 60 daga frestur samkvæmt náttúruverndarlögum. Féllst sýslumaður á þær athugasemdir og framlengdi frestinn í 60 daga frá þeim tíma er tilboðinu yrði endanlega tekið, eða 11. nóvember 2016. Þann 8. janúar 2017 tilkynnti íslenska að það hygðist nýta sér forkaupsrétt sinn og gaf sýslumaður út afsal fyrir jörðinni til Í 15. febrúar sama ár. Höfðaði Fögrusalir ehf. í kjölfarið mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist þess að afsalið yrði ógilt og Í gert skylt að afsala sér jörðinni gegn greiðslu fjárhæðar sem samsvaraði hæsta boði félagsins í jörðina. Byggði fyrirtækið Fögrusalir einkum á því að frestur íslenska ríkisins til að nýta sér forkaupsréttinn hefði þegar verið liðinn 8. janúar 2017. Þannig hefði íslenska ríkinu einungis borið 5 daga frestur til þess að nýta sér forkaupsrétt sinn, en jafnvel þótt talið yrði að fresturinn hefði verið 60 dagar, hefði hann engu að síður verið liðinn þegar Í ákvað að nýta sér forkaupsréttinn þar sem miða hefði átt upphaf frestsins við 4. nóvember 2016. Í dómi Hæstaréttar, sem var kveðinn upp í gær, kom fram að Héraðsdómur Suðurlands taldi ljóst að 5 sólarhringa frestur jarðalaga hefði ekki átt við um íslenska ríkið heldur 60 daga frestur náttúruverndarlaga. Taldi héraðsdómur jafnframt að sá frestur hefði ekki byrjað að líða fyrr en 11. nóvember 2016, en þann dag hefði komist á bindandi samningur um sölu eignarinnar. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Fögrusala ehf. og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Tengdar fréttir Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengd fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrirtækisins Fögrusala ehf. vegna kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Fögrusalir keyptu jörðina Fell á uppboði í nóvember 2016 á rúman 1,5 milljarð íslenskra króna. Ríkið keypti svo jörðina með forkaupsrétti í janúar 2017. Fögrusalir töldu forkaupsréttinn hafa verið runninn út og töldu raunar að óeðlilega hafi verið staðið að málum á fleiri stigum málsins. Fjórða nóvember árið 2016 átti fyrirtækið Fögrusalir hæsta boðið í jörðina og hafði félaginu verið tilkynnt að tilboðinu yrði tekið bærist greiðsla í samræmi við uppboðsskilmála 11. nóvember 2016. Með bréfi 4. nóvember 2016 var íslenska ríkinu tilkynnt um lögbundinn forkaupsrétt sinn að jörðinni og gefinn 5 daga frestur til að nýta sér hann með vísan til jarðalaga. Íslenska ríkið taldi hins vegar að sér bæri 60 daga frestur samkvæmt náttúruverndarlögum. Féllst sýslumaður á þær athugasemdir og framlengdi frestinn í 60 daga frá þeim tíma er tilboðinu yrði endanlega tekið, eða 11. nóvember 2016. Þann 8. janúar 2017 tilkynnti íslenska að það hygðist nýta sér forkaupsrétt sinn og gaf sýslumaður út afsal fyrir jörðinni til Í 15. febrúar sama ár. Höfðaði Fögrusalir ehf. í kjölfarið mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist þess að afsalið yrði ógilt og Í gert skylt að afsala sér jörðinni gegn greiðslu fjárhæðar sem samsvaraði hæsta boði félagsins í jörðina. Byggði fyrirtækið Fögrusalir einkum á því að frestur íslenska ríkisins til að nýta sér forkaupsréttinn hefði þegar verið liðinn 8. janúar 2017. Þannig hefði íslenska ríkinu einungis borið 5 daga frestur til þess að nýta sér forkaupsrétt sinn, en jafnvel þótt talið yrði að fresturinn hefði verið 60 dagar, hefði hann engu að síður verið liðinn þegar Í ákvað að nýta sér forkaupsréttinn þar sem miða hefði átt upphaf frestsins við 4. nóvember 2016. Í dómi Hæstaréttar, sem var kveðinn upp í gær, kom fram að Héraðsdómur Suðurlands taldi ljóst að 5 sólarhringa frestur jarðalaga hefði ekki átt við um íslenska ríkið heldur 60 daga frestur náttúruverndarlaga. Taldi héraðsdómur jafnframt að sá frestur hefði ekki byrjað að líða fyrr en 11. nóvember 2016, en þann dag hefði komist á bindandi samningur um sölu eignarinnar. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Fögrusala ehf. og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu.
Tengdar fréttir Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengd fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira
Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18