Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2018 08:06 Rússar reyndu að hjálpa Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016. Vísbendingar eru um að þeir reyni enn að hafa áhrif á kosningar vestanhafs. Vísir/Getty Áróðursherferð sem ætlað er að ala á sundrung og öfgahyggju að undirlagi rússneskra útsendara hefur aftur átt sér stað í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum líkt og gerðist fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja Rússana hins vegar reyna að hylja spor sín betur nú en þá. Bandaríkjamenn kjósa til þings, ríkisstjóra og ýmissa embætta í hverju ríki fyrir sig í dag. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa lengi varað við því að Rússar reyndu að leika sama leik og þeir gerðu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá eru þeir taldir hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem ætlað var að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við segja að aðferðirnar sem útsendarar Rússa beiti nú séu minna augljósar en áður og geri þeim kleift að forðast hreinsanir samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Bæði fyrirtæki hafa tilkynnt um að reikningum hafi verið hent út í aðdraganda kosninganna. Áróðurinn byggist ekki lengur aðeins á hreinum lygum eins og áður. Þess í stað eru rússneskir samfélagsmiðlareikningar byrjaðir að dreifa færslum og myndum sem raunverulegar öfgahreyfingar til hægri og vinstri í bandarískum fjölmiðlum hafa þegar deilt. Erfiðara sé að rekja slíkar deilingar til erlendra aðila og auðveldara að framleiða en skáldaðar fréttir sem bæði samfélagsmiðlanotendur og stjórnendur séu meira vakandi fyrir nú en síðast. Á meðal þeirra málefna sem útsendarar Rússa virðast hafa reynt að magna upp er hvatning til bandarískra blökkumanna um að segja skilið við Demókrataflokkinn. Þá hafa þeir reynt að nota tilnefningu Bretts Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna til þess að æsa upp íhaldsama kjósendur. Þá eru Rússarnir sagðir nota skilaboðaforrit Facebook til þess að sannfæra Bandaríkjamenn um að kaupa auglýsingar fyrir sig og að fá róttæklinga þar til þess að auglýsa mótmælaaðgerðir. Þannig sé auðveldara fyrir útsendarana að forðast athygli. „Þeir eru að tæla Bandaríkjamenn til þess að senda frá sér efni sem er meira sundrandi og biturt,“ segir Graham Brookie, forstöðumaður hugveitunnar Atlantshafsráðsins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Áróðursherferð sem ætlað er að ala á sundrung og öfgahyggju að undirlagi rússneskra útsendara hefur aftur átt sér stað í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum líkt og gerðist fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja Rússana hins vegar reyna að hylja spor sín betur nú en þá. Bandaríkjamenn kjósa til þings, ríkisstjóra og ýmissa embætta í hverju ríki fyrir sig í dag. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa lengi varað við því að Rússar reyndu að leika sama leik og þeir gerðu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá eru þeir taldir hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem ætlað var að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við segja að aðferðirnar sem útsendarar Rússa beiti nú séu minna augljósar en áður og geri þeim kleift að forðast hreinsanir samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Bæði fyrirtæki hafa tilkynnt um að reikningum hafi verið hent út í aðdraganda kosninganna. Áróðurinn byggist ekki lengur aðeins á hreinum lygum eins og áður. Þess í stað eru rússneskir samfélagsmiðlareikningar byrjaðir að dreifa færslum og myndum sem raunverulegar öfgahreyfingar til hægri og vinstri í bandarískum fjölmiðlum hafa þegar deilt. Erfiðara sé að rekja slíkar deilingar til erlendra aðila og auðveldara að framleiða en skáldaðar fréttir sem bæði samfélagsmiðlanotendur og stjórnendur séu meira vakandi fyrir nú en síðast. Á meðal þeirra málefna sem útsendarar Rússa virðast hafa reynt að magna upp er hvatning til bandarískra blökkumanna um að segja skilið við Demókrataflokkinn. Þá hafa þeir reynt að nota tilnefningu Bretts Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna til þess að æsa upp íhaldsama kjósendur. Þá eru Rússarnir sagðir nota skilaboðaforrit Facebook til þess að sannfæra Bandaríkjamenn um að kaupa auglýsingar fyrir sig og að fá róttæklinga þar til þess að auglýsa mótmælaaðgerðir. Þannig sé auðveldara fyrir útsendarana að forðast athygli. „Þeir eru að tæla Bandaríkjamenn til þess að senda frá sér efni sem er meira sundrandi og biturt,“ segir Graham Brookie, forstöðumaður hugveitunnar Atlantshafsráðsins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“