Í beinni: Nýjustu vendingar í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2018 22:00 Kannanir gefa í skyn að Demókrataflokkurinn muni ná tökum í fulltrúadeildinni, að Repúblikanar muni halda stjórn sinni í öldungadeildinni og Repúblikanar muni fá fleiri ríkisstjóra. AP/John Minchillo Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. Þar að auki verður kosið um ýmis önnur mál í tilteknum ríkjum og kjördæmum. Kannanir gefa í skyn að Demókrataflokkurinn muni ná tökum í fulltrúadeildinni, að Repúblikanar muni halda stjórn sinni í öldungadeildinni og Repúblikanar muni fá fleiri ríkisstjóra.Sjá einnig: Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Demókratar vonast til þess að geta notað fulltrúadeildina til að halda aftur af Donald Trump, forseta, og til þess að rannsaka umdeild mál ríkisstjórnar hans og viðskipta hans í gegnum árin.Neðst í fréttinni má sjá kosningavakt Vísis. Hér að neðan má sjá beina útsendingu CBS News þar sem fylgst verður með kosningunum. Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Flest sætin þykja örugg fyrir stóru flokkana tvo, heiðblá kjördæmi Demókrata eða blóðrauð kjördæmi Repúblikana. Þó má finna fjölda þingsæta þar sem hart er barist og mjótt er á munum. Í aðdraganda kosninganna hefur gjarnan verið talað um bláa bylgju sem mun ríða yfir Bandaríkin með tilheyrandi sigrum fyrir Demókrata. Jafnvel í kjördæmum og ríkjum sem halla sér heldur að Repúblíkanaflokknum. Mest spennandi barátturnar eru einmitt í þeim ríkjum þar sem Repúblíkanar eru að spila varnarleik gegn blárri bylgju Demókrata. Sjá einnig: Sex kosningabaráttur til að fylgjast meðVísir mun halda úti vakt í nótt þar sem fylgst verður með nýjustu vendingum í kosningunum, tölum og öðru. Vaktina má sjá að neðan.
Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. Þar að auki verður kosið um ýmis önnur mál í tilteknum ríkjum og kjördæmum. Kannanir gefa í skyn að Demókrataflokkurinn muni ná tökum í fulltrúadeildinni, að Repúblikanar muni halda stjórn sinni í öldungadeildinni og Repúblikanar muni fá fleiri ríkisstjóra.Sjá einnig: Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Demókratar vonast til þess að geta notað fulltrúadeildina til að halda aftur af Donald Trump, forseta, og til þess að rannsaka umdeild mál ríkisstjórnar hans og viðskipta hans í gegnum árin.Neðst í fréttinni má sjá kosningavakt Vísis. Hér að neðan má sjá beina útsendingu CBS News þar sem fylgst verður með kosningunum. Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Flest sætin þykja örugg fyrir stóru flokkana tvo, heiðblá kjördæmi Demókrata eða blóðrauð kjördæmi Repúblikana. Þó má finna fjölda þingsæta þar sem hart er barist og mjótt er á munum. Í aðdraganda kosninganna hefur gjarnan verið talað um bláa bylgju sem mun ríða yfir Bandaríkin með tilheyrandi sigrum fyrir Demókrata. Jafnvel í kjördæmum og ríkjum sem halla sér heldur að Repúblíkanaflokknum. Mest spennandi barátturnar eru einmitt í þeim ríkjum þar sem Repúblíkanar eru að spila varnarleik gegn blárri bylgju Demókrata. Sjá einnig: Sex kosningabaráttur til að fylgjast meðVísir mun halda úti vakt í nótt þar sem fylgst verður með nýjustu vendingum í kosningunum, tölum og öðru. Vaktina má sjá að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sjá meira