Fótbolti

HM í Katar í hættu?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Infantino er forseti FIFA.
Infantino er forseti FIFA. vísir/getty
Gianni Infantino, foresti FIFA, segir að ef fjölgað verði úr 32 í 48 lið á HM verði mótið áfram spilað á 28 dögum.

FIFA mun taka ákvörðun í mars hvort að það verði fjölgað úr 32 í 48 lið en fari svo að liðin verði 48 þarf að spila sex leiki á ákveðnum leikdögum dögum til þess að geta klárað leikina 80 á tilsettum tíma.

HM fer fram í Katar 2022 og hefur nú þegar verið staðfest að það muni fara fram í nóvember og desember. Deildirnar í Evrópu hafa þvertekið fyrir það að FIFA fái fleiri daga í kringum þetta mót svo FIFA er í bobba.

Infantino sagði í samtali við fjölmiðlamenn að þeir gætu ekki lengt mótið og sagði að spila fleiri en einn leik á sama tíma væri ekki góð hugmynd.

Fari svo að fjölgað verði í 48 lið ræður Katar að öllum líkindum ekki við að halda mótið eitt og sér. Infantino segir að það eru litlar líkur að hægt sé að halda mótið í Katar og löndunum þar í kring.

Það verður því fróðlegt að fylgjast með framvindu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×