Innlent

Sjór blandast við sement

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fjordvik er strand við hafnargarðinn í Helguvík.
Fjordvik er strand við hafnargarðinn í Helguvík. Fréttablaðið/Eyþór

Sær hefur blandast hluta þess sements sem var um borð í skipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarð Helguvíkurhafnar á föstudag. Ekki liggur fyrir um hve stóran hluta farmsins er að ræða.

Þetta kemur fram í svari forsvarsmanna eigenda skipsins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Búið er að dæla olíu að nær öllu leyti úr skipinu. Næstu aðgerðir miða að því að bjarga þeim verðmætum sem bjargað verður.

Undirbúningsaðgerðir fyrir björgun fóru fram í gær og skoðuðu kafarar meðal annars skrokk skipsins. Óvíst er hvenær reynt verður að koma skipinu á flot á nýjan leik en að því er stefnt.


Tengdar fréttir

Mest af olíunni á land í dag

Flutningaskipið Fjordvik er enn strandað við hafnargarðinn í Helguvík. 104 tonn af olíu voru um borð í skipinu en dæling hefur farið fram síðan í fyrradag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.