Fyrsta mark Giroud í rúmlega 700 mínútur og Chelsea áfram | Úrslit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giroud fagnar í kvöld.
Giroud fagnar í kvöld. vísir/getty

Chelsea er komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Bate Borisov á útivelli í L-riðli deildarinnar í kvöld. Eina mark leiksins kom úr óvæntri átt.

Oliver Giroud var í byrjunarliði Chelsea en hann hafði ekki skorað í lengri, lengri tíma áður en hann skoraði eina mark Chelsea á 52. mínútunni í kvöld. Það reyndist sigurmarkið en markið var fyrsta mark Giroud í rúmlegar 700 mínútur. Nánar tiltekið 794 mínútur.

Chelsea er með fjóra sigra í fjórum leikjum, tólf stig á toppi deildarinnar. Í öðru sætinu er Vidi sem vann 1-0 sigur á PAOK í hinum leik riðilsins en PAOK og Bate eru svo á botninum með þrjú stig.

Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn er Malmö gerði 1-1 jafntefli við Sarpsborg á heimavelli. Malmö er með fimm stig í þriðja sætinu, eins og Sarpsborg sem er í öðru sætinu. Genk er á toppnum með sjö og neðstir eru Besiktas með fjögur.

Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður er Krasnodar vann 2-1 sigur á Standard Liege í J-riðlinum. Sevilla er á toppi riðilsins með níu stig, Krasnodar og Standard Liege með sex stig en Akhisarspor á botninum án stiga.

Það var rosalegur leikur í Moskvu þar sem Steven Gerrard og lærisveinar í Rangers töpuðu í mögnuðum knattspyrnuleik, 4-3. Rangers komst í 3-2 en tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu Moskvu sigurinn.

Öll úrslit dagsins:
G-riðill:
Rapid Wien - Villareal 0-0
Spartak Moskva - Rangers 4-3

H-riðill:
Apollon - Eintracht Frankfurt 2-3
Lazio - Marseille 2-1

I-riðill:
Genk - Besiktas 1-1
Malmö - Sarpsborg 1-1

J-riðill:
Akhisarspor - Sevilla 2-3
Krasnodar - Standard Liege 2-1

K-riðill:
Astana - Jablonec 2-1
Dynamo Kyiv - Rennes 3-1

L-riðill:
Bate - Chelsea 0-1
Vidi - PAOK 1-0

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.