Fótbolti

Hörður Björgvin um rauða spjaldið: Lítur út eins og fullkominn tækling

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Björgvin birti mynd af atvikinu.
Hörður Björgvin birti mynd af atvikinu. vísir/getty

Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu, fékk rautt spjald í leik liðsins gegn Roma í Meistaradeildinni í fyrrakvöld.

Hörður fékk gult spjald í fyrri hálfleik og eftir tæklingu á Patrick Kluivert í síðari hálfleik var Cuneyt Cakir, dómara leiksins, nóg boðið og sendi Íslendinginn í sturtu.

Roma skoraði sigurmarkið þremur mínútum eftir að Hörður var sendur í sturtu en lokatölurnar 2-1. Arnór Sigurðsson, Skagamaðurinn ungi, skoraði mark CSKA í leiknum.

Hörður var ekki sammála tyrkneska dómaranum og birti í gærkvöldi mynd á Twitter-síðu sinni þar sem hann virðist tækla boltann.

Sitt sýnist hverjum en myndina og tíst Harðar má sjá hér að neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.