Fótbolti

Hörður Björgvin um rauða spjaldið: Lítur út eins og fullkominn tækling

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Björgvin birti mynd af atvikinu.
Hörður Björgvin birti mynd af atvikinu. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu, fékk rautt spjald í leik liðsins gegn Roma í Meistaradeildinni í fyrrakvöld.

Hörður fékk gult spjald í fyrri hálfleik og eftir tæklingu á Patrick Kluivert í síðari hálfleik var Cuneyt Cakir, dómara leiksins, nóg boðið og sendi Íslendinginn í sturtu.

Roma skoraði sigurmarkið þremur mínútum eftir að Hörður var sendur í sturtu en lokatölurnar 2-1. Arnór Sigurðsson, Skagamaðurinn ungi, skoraði mark CSKA í leiknum.

Hörður var ekki sammála tyrkneska dómaranum og birti í gærkvöldi mynd á Twitter-síðu sinni þar sem hann virðist tækla boltann.

Sitt sýnist hverjum en myndina og tíst Harðar má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×