Innlent

Eigandi Wake Up Reykjavík segir ásakanir um áfengisneyslu undir stýri algjöran misskilning

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson reka saman tvö fyrirtæki.
Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson reka saman tvö fyrirtæki.

Daníel Andri Pétursson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Wake Up Reykjavík, segir það algjöran misskilning að hann hafi orðið uppvís að neyslu áfengis undir stýri í myndbandi sem farið  hefur í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag.

Egill Halldórsson, meðeigandi Daníels, birti myndbandið fyrst á Instagram í dag. Því var síðar eytt en ótengdur aðili endurbirti það skömmu síðar á Twitter. Í myndbandinu sjást Egill og Daníel í bíl ásamt starfsmönnum fyrirtækisins. Egill beinir myndavélinni að Daníel, sem ekur bílnum, og sést hann þar halda á bjórdós í annarri hendi. Twitter-færsluna og myndbandið má sjá hér að neðan.Í kjölfarið var Daníel sakaður um að hafa neytt áfengis undir stýri. Sjálfur þvertekur Daníel fyrir slíkar ásakanir og segir þær byggðar á algjörum misskilningi. Hann hafi ekki neytt áfengis í dag, heldur aðeins haldið á bjórnum fyrir Egil í nokkrar sekúndur á meðan sá síðarnefndi tók upp myndband til að sýna góða stemningu á árshátíðardegi fyrirtækisins.

„Við erum með árshátíð tvisvar á ári og plönum skemmtilegan dag, „Wake Up Reykjavík Fun Day“, og í dag ákvað ég að vera „designated driver“, þar sem ég þarf að vakna snemma á morgun,“ segir Daníel í samtali við Vísi.

„Við fórum á fjórhjól og á leiðinni er hópurinn að sötra bjór, ég er að keyra og Egill Halldórsson félagi minn, sem er ansi virkur á samfélagsmiðlum, ákveður að henda í smá myndband og biður mig um að halda á bjórnum sínum á meðan. Ég tek aldrei sopa.“

Þá segist Daníel aðspurður hafa orðið var við umræðuna en hvorki hann né Egill eru á Twitter og hafa því ekki getað svarað fyrir ásakanir notenda á miðlinum. Þeir reka saman tvö fyrirtæki, áðurnefnt Wake Up Reykjavík, og Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.


Tengdar fréttir

Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris

Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.