Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2018 16:30 Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson. Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. Þvert á móti klæjaði þeim í fingurna að skapa sitt eigið og stofna rekstur í kringum hugmyndirnar sem þeir gengu með í höfðinu. Í dag, fimm árum eftir útskrift úr Menntaskólanum við Sund, reka þeir tvö fyrirtæki á talsverðri siglingu og eru með nokkurn fjölda fólks í vinnu. „Við ákváðum að hittast einu sinni í viku á Café Paris, fá okkur kaffi og báðir myndum við mæta með fimm hugmyndir, eða sjö hugmyndir að „bissness“,“ segir Daníel. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji að fara út í „bissness“ saman, við vorum alltaf að hittast og ræða einhverjar hugmyndir. Það voru margar lélegar sem komu upp, en nokkrar góðar líka,“ segir Egill.Byrjaði sem djamm á launum Þeir voru hins vegar nokkuð fljótir að ná flugi með fyrsta alvöru reksturinn, ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík – sem gerir út á borgarrölt, matar- og næturlífstúra fyrir ferðamenn, sem hefur sprungið út síðustu misseri. „Ég held að það hafi ekki verið nein brjáluð bissness pæling á bak við það, hugmyndin er svolítið bara, eða var hugmyndin ekki að það væri gaman að djamma á launum?“ segir Egill. „Það byrjaði þannig, sem hljómar hræðilega,“ segir Daníel. Fljótlega þróaðist hugmyndin þó yfir í meiri alvöru, en fyrstu mánuðina héldu þeir félagar starfseminni uppi sjálfir, fóru með marga hópa á flakk um borgina í hverri viku og tóku sjaldan frí.Farnir að búa til mikla peninga um helgar „Eftir hark í eitt tvö ár sáum við að við vorum farnir að búa til góðan pening um helgar á að fara á djammið með liði. Þá fórum við að hugsa, ókei, við erum að búa til pening tvo daga í viku á kvöldin og sjáum að við þurfum að búa til eitthvað á móti því. Þá förum við út í að gera matartúra líka og erum að búa til pening á kvöldin og á daginn, en í dag erum við með kvöld- og dagstúra alla daga ársins,“ segir Egill. Þeir koma þó mun minna að rekstrinum sjálfir í dag, enda eru starfsmenn fyrirtækisins jafnan á bilinu tíu til fimmtán. Á meðan sinna þeir uppbyggingu annars fyrirtækis á allt öðru sviði, Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.Leystu vandamálið sem þeir sáu í netverslanarekstri „Við höfðum lengi séð fyrir okkur að fara yfir í „retail“ líka, fengið margar hugmyndir en aldrei tekið skrefið. Við áttuðum okkur á því að það er þessi hausverkur sem þú þarft að eiga við. Þú þarft að vera með lager og sjá einhvern veginn um það, pakka því og koma út á pósthús,“ segir Daníel. „Þetta er svona eiginlega það sem okkur fannst ekki nógu sexí við að vera með netverslun, okkur fannst þetta vanta,“ segir Egill. Í náinni framtíð stendur því til að stækka fyrirtækið auk þess að vinna að fleiri verkefnum, þ.á.m. Podcast útvarpsþætti. Þeir hafa þegar ráðið einn starfsmann í lagerhúsnæðið, en sjá fyrir sér mikla stækkunarmöguleika næstu misserin.Það er ekki úr vegi að spyrja, hvernig fara menn að því að reka tvö svona gjörólík fyrirtæki 25 ára gamlir?„Fyrst og fremst þá þarf fólk að láta vaða, taka af skarið.“Daníel og Egill voru meðal viðmælenda Íslands í dag í gærkvöldi, en innslagið má sjá hér að neðan Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. Þvert á móti klæjaði þeim í fingurna að skapa sitt eigið og stofna rekstur í kringum hugmyndirnar sem þeir gengu með í höfðinu. Í dag, fimm árum eftir útskrift úr Menntaskólanum við Sund, reka þeir tvö fyrirtæki á talsverðri siglingu og eru með nokkurn fjölda fólks í vinnu. „Við ákváðum að hittast einu sinni í viku á Café Paris, fá okkur kaffi og báðir myndum við mæta með fimm hugmyndir, eða sjö hugmyndir að „bissness“,“ segir Daníel. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji að fara út í „bissness“ saman, við vorum alltaf að hittast og ræða einhverjar hugmyndir. Það voru margar lélegar sem komu upp, en nokkrar góðar líka,“ segir Egill.Byrjaði sem djamm á launum Þeir voru hins vegar nokkuð fljótir að ná flugi með fyrsta alvöru reksturinn, ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík – sem gerir út á borgarrölt, matar- og næturlífstúra fyrir ferðamenn, sem hefur sprungið út síðustu misseri. „Ég held að það hafi ekki verið nein brjáluð bissness pæling á bak við það, hugmyndin er svolítið bara, eða var hugmyndin ekki að það væri gaman að djamma á launum?“ segir Egill. „Það byrjaði þannig, sem hljómar hræðilega,“ segir Daníel. Fljótlega þróaðist hugmyndin þó yfir í meiri alvöru, en fyrstu mánuðina héldu þeir félagar starfseminni uppi sjálfir, fóru með marga hópa á flakk um borgina í hverri viku og tóku sjaldan frí.Farnir að búa til mikla peninga um helgar „Eftir hark í eitt tvö ár sáum við að við vorum farnir að búa til góðan pening um helgar á að fara á djammið með liði. Þá fórum við að hugsa, ókei, við erum að búa til pening tvo daga í viku á kvöldin og sjáum að við þurfum að búa til eitthvað á móti því. Þá förum við út í að gera matartúra líka og erum að búa til pening á kvöldin og á daginn, en í dag erum við með kvöld- og dagstúra alla daga ársins,“ segir Egill. Þeir koma þó mun minna að rekstrinum sjálfir í dag, enda eru starfsmenn fyrirtækisins jafnan á bilinu tíu til fimmtán. Á meðan sinna þeir uppbyggingu annars fyrirtækis á allt öðru sviði, Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.Leystu vandamálið sem þeir sáu í netverslanarekstri „Við höfðum lengi séð fyrir okkur að fara yfir í „retail“ líka, fengið margar hugmyndir en aldrei tekið skrefið. Við áttuðum okkur á því að það er þessi hausverkur sem þú þarft að eiga við. Þú þarft að vera með lager og sjá einhvern veginn um það, pakka því og koma út á pósthús,“ segir Daníel. „Þetta er svona eiginlega það sem okkur fannst ekki nógu sexí við að vera með netverslun, okkur fannst þetta vanta,“ segir Egill. Í náinni framtíð stendur því til að stækka fyrirtækið auk þess að vinna að fleiri verkefnum, þ.á.m. Podcast útvarpsþætti. Þeir hafa þegar ráðið einn starfsmann í lagerhúsnæðið, en sjá fyrir sér mikla stækkunarmöguleika næstu misserin.Það er ekki úr vegi að spyrja, hvernig fara menn að því að reka tvö svona gjörólík fyrirtæki 25 ára gamlir?„Fyrst og fremst þá þarf fólk að láta vaða, taka af skarið.“Daníel og Egill voru meðal viðmælenda Íslands í dag í gærkvöldi, en innslagið má sjá hér að neðan
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira