Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2018 16:30 Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson. Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. Þvert á móti klæjaði þeim í fingurna að skapa sitt eigið og stofna rekstur í kringum hugmyndirnar sem þeir gengu með í höfðinu. Í dag, fimm árum eftir útskrift úr Menntaskólanum við Sund, reka þeir tvö fyrirtæki á talsverðri siglingu og eru með nokkurn fjölda fólks í vinnu. „Við ákváðum að hittast einu sinni í viku á Café Paris, fá okkur kaffi og báðir myndum við mæta með fimm hugmyndir, eða sjö hugmyndir að „bissness“,“ segir Daníel. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji að fara út í „bissness“ saman, við vorum alltaf að hittast og ræða einhverjar hugmyndir. Það voru margar lélegar sem komu upp, en nokkrar góðar líka,“ segir Egill.Byrjaði sem djamm á launum Þeir voru hins vegar nokkuð fljótir að ná flugi með fyrsta alvöru reksturinn, ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík – sem gerir út á borgarrölt, matar- og næturlífstúra fyrir ferðamenn, sem hefur sprungið út síðustu misseri. „Ég held að það hafi ekki verið nein brjáluð bissness pæling á bak við það, hugmyndin er svolítið bara, eða var hugmyndin ekki að það væri gaman að djamma á launum?“ segir Egill. „Það byrjaði þannig, sem hljómar hræðilega,“ segir Daníel. Fljótlega þróaðist hugmyndin þó yfir í meiri alvöru, en fyrstu mánuðina héldu þeir félagar starfseminni uppi sjálfir, fóru með marga hópa á flakk um borgina í hverri viku og tóku sjaldan frí.Farnir að búa til mikla peninga um helgar „Eftir hark í eitt tvö ár sáum við að við vorum farnir að búa til góðan pening um helgar á að fara á djammið með liði. Þá fórum við að hugsa, ókei, við erum að búa til pening tvo daga í viku á kvöldin og sjáum að við þurfum að búa til eitthvað á móti því. Þá förum við út í að gera matartúra líka og erum að búa til pening á kvöldin og á daginn, en í dag erum við með kvöld- og dagstúra alla daga ársins,“ segir Egill. Þeir koma þó mun minna að rekstrinum sjálfir í dag, enda eru starfsmenn fyrirtækisins jafnan á bilinu tíu til fimmtán. Á meðan sinna þeir uppbyggingu annars fyrirtækis á allt öðru sviði, Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.Leystu vandamálið sem þeir sáu í netverslanarekstri „Við höfðum lengi séð fyrir okkur að fara yfir í „retail“ líka, fengið margar hugmyndir en aldrei tekið skrefið. Við áttuðum okkur á því að það er þessi hausverkur sem þú þarft að eiga við. Þú þarft að vera með lager og sjá einhvern veginn um það, pakka því og koma út á pósthús,“ segir Daníel. „Þetta er svona eiginlega það sem okkur fannst ekki nógu sexí við að vera með netverslun, okkur fannst þetta vanta,“ segir Egill. Í náinni framtíð stendur því til að stækka fyrirtækið auk þess að vinna að fleiri verkefnum, þ.á.m. Podcast útvarpsþætti. Þeir hafa þegar ráðið einn starfsmann í lagerhúsnæðið, en sjá fyrir sér mikla stækkunarmöguleika næstu misserin.Það er ekki úr vegi að spyrja, hvernig fara menn að því að reka tvö svona gjörólík fyrirtæki 25 ára gamlir?„Fyrst og fremst þá þarf fólk að láta vaða, taka af skarið.“Daníel og Egill voru meðal viðmælenda Íslands í dag í gærkvöldi, en innslagið má sjá hér að neðan Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. Þvert á móti klæjaði þeim í fingurna að skapa sitt eigið og stofna rekstur í kringum hugmyndirnar sem þeir gengu með í höfðinu. Í dag, fimm árum eftir útskrift úr Menntaskólanum við Sund, reka þeir tvö fyrirtæki á talsverðri siglingu og eru með nokkurn fjölda fólks í vinnu. „Við ákváðum að hittast einu sinni í viku á Café Paris, fá okkur kaffi og báðir myndum við mæta með fimm hugmyndir, eða sjö hugmyndir að „bissness“,“ segir Daníel. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji að fara út í „bissness“ saman, við vorum alltaf að hittast og ræða einhverjar hugmyndir. Það voru margar lélegar sem komu upp, en nokkrar góðar líka,“ segir Egill.Byrjaði sem djamm á launum Þeir voru hins vegar nokkuð fljótir að ná flugi með fyrsta alvöru reksturinn, ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík – sem gerir út á borgarrölt, matar- og næturlífstúra fyrir ferðamenn, sem hefur sprungið út síðustu misseri. „Ég held að það hafi ekki verið nein brjáluð bissness pæling á bak við það, hugmyndin er svolítið bara, eða var hugmyndin ekki að það væri gaman að djamma á launum?“ segir Egill. „Það byrjaði þannig, sem hljómar hræðilega,“ segir Daníel. Fljótlega þróaðist hugmyndin þó yfir í meiri alvöru, en fyrstu mánuðina héldu þeir félagar starfseminni uppi sjálfir, fóru með marga hópa á flakk um borgina í hverri viku og tóku sjaldan frí.Farnir að búa til mikla peninga um helgar „Eftir hark í eitt tvö ár sáum við að við vorum farnir að búa til góðan pening um helgar á að fara á djammið með liði. Þá fórum við að hugsa, ókei, við erum að búa til pening tvo daga í viku á kvöldin og sjáum að við þurfum að búa til eitthvað á móti því. Þá förum við út í að gera matartúra líka og erum að búa til pening á kvöldin og á daginn, en í dag erum við með kvöld- og dagstúra alla daga ársins,“ segir Egill. Þeir koma þó mun minna að rekstrinum sjálfir í dag, enda eru starfsmenn fyrirtækisins jafnan á bilinu tíu til fimmtán. Á meðan sinna þeir uppbyggingu annars fyrirtækis á allt öðru sviði, Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.Leystu vandamálið sem þeir sáu í netverslanarekstri „Við höfðum lengi séð fyrir okkur að fara yfir í „retail“ líka, fengið margar hugmyndir en aldrei tekið skrefið. Við áttuðum okkur á því að það er þessi hausverkur sem þú þarft að eiga við. Þú þarft að vera með lager og sjá einhvern veginn um það, pakka því og koma út á pósthús,“ segir Daníel. „Þetta er svona eiginlega það sem okkur fannst ekki nógu sexí við að vera með netverslun, okkur fannst þetta vanta,“ segir Egill. Í náinni framtíð stendur því til að stækka fyrirtækið auk þess að vinna að fleiri verkefnum, þ.á.m. Podcast útvarpsþætti. Þeir hafa þegar ráðið einn starfsmann í lagerhúsnæðið, en sjá fyrir sér mikla stækkunarmöguleika næstu misserin.Það er ekki úr vegi að spyrja, hvernig fara menn að því að reka tvö svona gjörólík fyrirtæki 25 ára gamlir?„Fyrst og fremst þá þarf fólk að láta vaða, taka af skarið.“Daníel og Egill voru meðal viðmælenda Íslands í dag í gærkvöldi, en innslagið má sjá hér að neðan
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira