Erlent

Maður gekk berserksgang í miðborg Melbourne

Kjartan Kjartansson skrifar
Mikill viðbúnaður var vegna árásarinnar í Bourke-strætí.
Mikill viðbúnaður var vegna árásarinnar í Bourke-strætí. Vísir/EPA
Lögreglan í Melbourne skaut og handtók karlmann sem stakk einn mann til bana og særði tvo aðra í miðborginni í dag. Árásarmaðurinn er sagður þungt haldinn á sjúkrahúsi en lögreglan telur of snemmt að segja til um hvort að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Annar þeirra sem maðurinn særði er einnig talinn vera þungt haldinn á sjúkrahúsi. Lögreglumenn skutu árásarmanninn þegar réðst að þeim, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Áður en maðurinn lagði til atlögu við vegfarendur hafði hann kveikt í bíl á Bourke-stræti, stórri umferðargötu í miðborginni. Þegar lögreglumenn komu á staðinn mætti þeim karlmaður sem ógnaði þeim með hníf. Vegfarendur létu lögreglumennina þá vita að einhverjir hefðu verið stungnir.

Réttarhöld standa nú yfir í máli manns sem ók á vegfarendur í sömu götu í fyrra. Maðurinn ók niður 33 manns og létust sex. Lögmaður hans segir að hann hafi verið geðrofi af völdum fíkniefnaneyslu.

Maðurinn ógnaði lögreglumönnum með hníf. Lögreglumennirnir skutu hann til þess að yfirbuga hann.Vísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×