Fótbolti

Hamrén: Mikilvægt að byrja að vinna leiki aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Erik Hamrén.
Erik Hamrén. vísir/vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur tvö tækifæri til viðbótar að vinna eitt stykki leik á þessu ári. Fyrst gegn Belgíu og svo gegn Katar.

„Sigur gegn Belgíu gæti verið mjög mikilvægur. Það tryggir okkur topp tíu sæti í Þjóðadeildinni og sæti í efsta styrkleikaflokki er dregið er í undankeppni EM. Það verður erfitt en það er allt hægt í fótbolta,“ segir Erik Hamrén landsliðsþjálfari á blaðamannafundi KSÍ í dag.

„Annað mál er að við verðum að fara að vinna leik árið 2018. Við höfum tvö tækifæri til þess. Það er mikilvægt fyrir okkur að fara að vinna leiki aftur. Það eru framfarir í okkar leik og vonandi skilar það sigri.“

Hamrén tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir leikina á fundinum í dag.


Tengdar fréttir

Erik Hamrén: Unnum ekki leikina en sýndum sigurhugarfar

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hélt í dag blaðamannafund þar sem hann fór yfir hópinn sem hann hefur valið fyrir lokaleik íslenska landsliðsins í Þjóðadeildinni. Íslensku strákarnir mæta þar Belgíu í Brussel og spila síðan vináttulandsleik við Katar nokkrum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×