Fótbolti

Svona var blaðamannafundur Hamrén

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Erik Hamrén tilkynnir síðasta hóp ársins í dag.
Erik Hamrén tilkynnir síðasta hóp ársins í dag. vísir/vilhelm

Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta þar sem að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, tilkynnti hópinn fyrir næstu tvo leiki sem eru síðustu leikir ársins hjá liðinu.

Fyrir stafni eru leikir á móti Belgíu í Þjóðadeildinni og vináttuleikur á móti Katar sem einnig fer fram í Belgíu en íslenska liðið er fallið úr Þjóðadeildinni eftir töp í fyrstu þremur leikjunum.

Ísland tapaði, 3-0, fyrir Belgíu á heimavelli og verður seinni leikurinn ekki auðveldari á heimavelli eins besta landsliðs heims í dag. Búist er við eitthvað af nýjum nöfnum í dag sem munu fá tækifæri í þeim leik og á móti Katar.

Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum. Einnig má lesa það helsta í textalýsingu blaðamanns Vísis þar fyrir neðan.


 
 


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.