Fótbolti

Erik Hamrén: Unnum ekki leikina en sýndum sigurhugarfar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erik Hamrén á fundinum í dag.
Erik Hamrén á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hélt í dag blaðamannafund þar sem hann fór yfir hópinn sem hann hefur valið fyrir lokaleik íslenska landsliðsins í Þjóðadeildinni. Íslensku strákarnir mæta þar Belgíu í Brussel og spila síðan vináttulandsleik við Katar nokkrum dögum síðar.

Hamrén talaði um síðustu leiki íslenska liðsins þar sem liðið gerði jafntefli við heimsmeistara Frakka og töpuðu naumlega fyrir Sviss. Leikirnir voru mun betur spilar en þegar Hamrén stýrði liðinu í fyrsta sinn og strákarnir steinlágu á móti Sviss og Belgíu.

„Þetta var stórt skref í rétta átt og það var margt jákvætt. Við bættum okkar leik mikið. Varnarleikurinn var miklu betri og liðið var þétt. Móherjarnir áttu erfitt með að opna okkur sem var mjög gott,“ sagði Erik Hamrén.

„Sóknarleikurinn var líka betri í báðum leikjum. Við bjuggum til fullt af góðum færum og skoruðum flott mörk. Við áttum líka skilið að skora fleiri mörk,“ sagði Hamrén.

„Viðhorf okkar sem lið var miklu betra. Við unnum ekki leik en við sýndum sigurhugarfar. Hugrekki var til staðar og þarnar var liðsandinn sem ég vil sjá," segir Hamrén.

„Við viljum vera betri í öllu en það sem þarf að vera betra er frammistaða okkar þegar kemur að ákvarðanatöku. Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli og við erum ekki að standa okkur alveg nógu vel í þeim. Þá er okkur refsað. Við fáum á okkur of mörg einföld mörg út af því," segir Hamrén.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.