Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2018 07:15 Björn Bragi hefur verið spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, frá árinu 2013. Fréttablaðið/Stefán Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson segir hegðun sína, þar sem hann káfaði á sautján ára unglingsstúlku um helgina vera óásættanlega. Myndband af atvikinu, sjö sekúndna langt, var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en atvikið átti sér stað á veitingastað á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins. „Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun,“ skrifaði Björn á Facebook í nótt. Myndbandið umrædda er sjö sekúndna langt. Það er tekið af stúlkunni en er nokkuð óskýrt. Þar virðist Björn Bragi snerta stúlkuna á kynferðislegan hátt. Myndbandið vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum seint í gærkvöldi auk þess sem mikil umræða spannst um það í stórum hópum á Facebook.Björn Bragi og félagar í Mið-Íslandi skemmtu íslenska landsliðinu í Rússlandi í sumar.Vísir/VilhelmSegist hafa gengið of langt Björn Bragi segist hafa sett sig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar í gærkvöldi og hann hafi beðið hana afsökunar. „Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.“ Björn segist enn fremur hafa átt gott samtal við móður stúlkunnar. „Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér.“Björn Bragi ArnarssonFréttablaðið/Arnþór BirkissonEinn af meðlimum Mið-Ísland Björn Bragi er 34 ára og hefur undanfarin ár verið spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur sem útvarpað er og sýnd í sjónvarpi hjá RÚV. Segja má að hann hafi skotist fram á stjörnuhimininn í menntaskóla. Þá var hann í sigurliði Verzló í bæði Gettu betur og mælsku- og rökfræðikeppninni Morfís. Þá hefur hann verið hluti af grínhópnum Mið-Ísland. Áður ritstýrði hann meðal annars Monitor, fylgiblaði Morgunblaðisns, og sá um sjónvarpsþættina Týnda kynslóðin á Stöð 2.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:10.Færslu Björns Braga má sjá í heild hér að neðan.Seint aðfaranótt sunnudags hitti ég stúlku sem ég þekkti ekki. Við áttum stutt samskipti og ég snerti hana á ósæmilegan hátt. Af þessu var tekið myndband sem er nú í dreifingu.Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun.Ég setti mig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar fyrr í kvöld. Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.Ég átti gott samtal við móður stúlkunnar. Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér. MeToo Tengdar fréttir Martraðarbað Björns Braga Grínistinn Björn Bragi Arnarson er meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland og þykir drengurinn nokkuð fyndinn. 16. febrúar 2017 12:15 Björn Bragi fangar íslenska veðráttu Björn Bragi Arnarsson hefur birt stórskemmtilegt myndband þar sem hann fer yfir það hvernig Íslendingar bregðast við þegar loksins kemur gott veður. 28. mars 2017 22:56 Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum. 19. ágúst 2018 20:07 Anna Svava og Gylfi gengu í það heilaga og Björn Bragi stal aftur senunni Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson, gengur í það heilaga á laugardagskvöldið. 27. ágúst 2018 10:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson segir hegðun sína, þar sem hann káfaði á sautján ára unglingsstúlku um helgina vera óásættanlega. Myndband af atvikinu, sjö sekúndna langt, var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en atvikið átti sér stað á veitingastað á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins. „Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun,“ skrifaði Björn á Facebook í nótt. Myndbandið umrædda er sjö sekúndna langt. Það er tekið af stúlkunni en er nokkuð óskýrt. Þar virðist Björn Bragi snerta stúlkuna á kynferðislegan hátt. Myndbandið vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum seint í gærkvöldi auk þess sem mikil umræða spannst um það í stórum hópum á Facebook.Björn Bragi og félagar í Mið-Íslandi skemmtu íslenska landsliðinu í Rússlandi í sumar.Vísir/VilhelmSegist hafa gengið of langt Björn Bragi segist hafa sett sig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar í gærkvöldi og hann hafi beðið hana afsökunar. „Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.“ Björn segist enn fremur hafa átt gott samtal við móður stúlkunnar. „Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér.“Björn Bragi ArnarssonFréttablaðið/Arnþór BirkissonEinn af meðlimum Mið-Ísland Björn Bragi er 34 ára og hefur undanfarin ár verið spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur sem útvarpað er og sýnd í sjónvarpi hjá RÚV. Segja má að hann hafi skotist fram á stjörnuhimininn í menntaskóla. Þá var hann í sigurliði Verzló í bæði Gettu betur og mælsku- og rökfræðikeppninni Morfís. Þá hefur hann verið hluti af grínhópnum Mið-Ísland. Áður ritstýrði hann meðal annars Monitor, fylgiblaði Morgunblaðisns, og sá um sjónvarpsþættina Týnda kynslóðin á Stöð 2.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:10.Færslu Björns Braga má sjá í heild hér að neðan.Seint aðfaranótt sunnudags hitti ég stúlku sem ég þekkti ekki. Við áttum stutt samskipti og ég snerti hana á ósæmilegan hátt. Af þessu var tekið myndband sem er nú í dreifingu.Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun.Ég setti mig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar fyrr í kvöld. Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.Ég átti gott samtal við móður stúlkunnar. Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér.
MeToo Tengdar fréttir Martraðarbað Björns Braga Grínistinn Björn Bragi Arnarson er meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland og þykir drengurinn nokkuð fyndinn. 16. febrúar 2017 12:15 Björn Bragi fangar íslenska veðráttu Björn Bragi Arnarsson hefur birt stórskemmtilegt myndband þar sem hann fer yfir það hvernig Íslendingar bregðast við þegar loksins kemur gott veður. 28. mars 2017 22:56 Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum. 19. ágúst 2018 20:07 Anna Svava og Gylfi gengu í það heilaga og Björn Bragi stal aftur senunni Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson, gengur í það heilaga á laugardagskvöldið. 27. ágúst 2018 10:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Martraðarbað Björns Braga Grínistinn Björn Bragi Arnarson er meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland og þykir drengurinn nokkuð fyndinn. 16. febrúar 2017 12:15
Björn Bragi fangar íslenska veðráttu Björn Bragi Arnarsson hefur birt stórskemmtilegt myndband þar sem hann fer yfir það hvernig Íslendingar bregðast við þegar loksins kemur gott veður. 28. mars 2017 22:56
Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum. 19. ágúst 2018 20:07
Anna Svava og Gylfi gengu í það heilaga og Björn Bragi stal aftur senunni Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson, gengur í það heilaga á laugardagskvöldið. 27. ágúst 2018 10:30