Vilja svör frá Landsrétti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2018 07:30 Svört tjöld voru sett upp í Landsrétti á mánudaginn. Fréttablaðið/Anton Brink Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, sendi í gær bréf til Landsréttar vegna aðstæðna í dómhúsinu er aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór þar fram á mánudag. Þær hafi verið á skjön við það sem tíðkist í öðrum dómhúsum. Óskað er skýringa á reglum um aðgengi fjölmiðla að Landsrétti. Thomas Møller Olsen var dæmdur í nítján ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Ljósmyndurum var meinaður aðgangur að öðrum stöðum í dómhúsinu en anddyrinu. Þaðan var á mánudag ekki hægt að mynda þá sem gengu til og frá dómsalnum því sett voru upp tjöld á ganginum. Fréttaljósmyndarar gripu þá til þess að ganga út fyrir og mynda í gegn um glugga gangsins að dómsalnum. Tókst það þótt dómverðir reyndu að skyggja á með því að stilla sér upp í gluggunum.Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar.Fréttablaðið/GVAVilhelm Gunnarsson á Vísi, einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins, kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka aðstæður. Einkennilegt sé að reglurnar séu afar mismunandi eftir dómhúsum. „Við erum að reyna að skrá söguna og það er verið að hindra störf okkar, það er ekkert öðruvísi,“ segir hann. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, tekur fram að vinnubrögðin á mánudag hafi ekki verið bundin við þetta áðurnefnda sakamál heldur tengist það ákveðnum aðstæðum. „Þetta á við í þeim tilfellum þegar hér eru að koma menn sem eru í gæsluvarðhaldi. Þá er hugsunin sú að gæta öryggis þeirra og annarra með því að vera með þetta í þessum dómsal. Í öðru lagi þá eru náttúrlega þessir menn, eins og ýmsir aðrir líka, ekki hér sjálfviljugir komnir heldur eru kvaddir fyrir dóm og ef menn vilja hylja sig fyrir sjónum annarra þá eru þetta aðstæður sem við bjóðum upp á,“ segir Björn sem kveður Landsrétt hafa skilning á slíkum óskum. „Allir þeir sem hér inn koma ódæmdir eru náttúrlega saklausir. Borgarar almennt hafa val um það almennt að láta mynda sig eða ekki, ekki satt?“ segir dómstjórinn og ítrekar að mönnum sé skylt að mæta fyrir Landsrétt. „Og í staðinn fyrir að menn séu að breiða yfir sig úlpur þá er þetta svona.“ Sem fyrr segir gripu ljósmyndarar til þess ráðs að mynda Thomas Møller Olsen í gegn um glugga. Aðspurður hvort brugðist verði við þessari glufu segir Björn að það verði gert svo fólk geti komist óséð um Landsrétt. „Um leið og það er komið inn fyrir okkar dyr þá berum við ábyrgð á því.“ Vilhelm segir ljósmyndara alls ekki geta sætt sig við að alveg verði komið í veg fyrir myndatökur af slíkum málum í Landsrétti. „Þetta er risamál sem er búið að vera í gangi í hátt í tvö ár og við erum bara að reyna að skrásetja lokin á þessu ömurlega máli,“ segir hann. „Það væri til dæmis skelfilegt ef við hefðum engar myndir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.“ Spurður um þetta sjónarmið fréttaljósmyndarans segir Björn ljóst að uppi séu sjónarmið með og á móti myndatöku. „Svo er bara spurningin hvar skurðarpunktarnir eru í því,“ segir skrifstofustjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, sendi í gær bréf til Landsréttar vegna aðstæðna í dómhúsinu er aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór þar fram á mánudag. Þær hafi verið á skjön við það sem tíðkist í öðrum dómhúsum. Óskað er skýringa á reglum um aðgengi fjölmiðla að Landsrétti. Thomas Møller Olsen var dæmdur í nítján ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Ljósmyndurum var meinaður aðgangur að öðrum stöðum í dómhúsinu en anddyrinu. Þaðan var á mánudag ekki hægt að mynda þá sem gengu til og frá dómsalnum því sett voru upp tjöld á ganginum. Fréttaljósmyndarar gripu þá til þess að ganga út fyrir og mynda í gegn um glugga gangsins að dómsalnum. Tókst það þótt dómverðir reyndu að skyggja á með því að stilla sér upp í gluggunum.Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar.Fréttablaðið/GVAVilhelm Gunnarsson á Vísi, einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins, kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka aðstæður. Einkennilegt sé að reglurnar séu afar mismunandi eftir dómhúsum. „Við erum að reyna að skrá söguna og það er verið að hindra störf okkar, það er ekkert öðruvísi,“ segir hann. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, tekur fram að vinnubrögðin á mánudag hafi ekki verið bundin við þetta áðurnefnda sakamál heldur tengist það ákveðnum aðstæðum. „Þetta á við í þeim tilfellum þegar hér eru að koma menn sem eru í gæsluvarðhaldi. Þá er hugsunin sú að gæta öryggis þeirra og annarra með því að vera með þetta í þessum dómsal. Í öðru lagi þá eru náttúrlega þessir menn, eins og ýmsir aðrir líka, ekki hér sjálfviljugir komnir heldur eru kvaddir fyrir dóm og ef menn vilja hylja sig fyrir sjónum annarra þá eru þetta aðstæður sem við bjóðum upp á,“ segir Björn sem kveður Landsrétt hafa skilning á slíkum óskum. „Allir þeir sem hér inn koma ódæmdir eru náttúrlega saklausir. Borgarar almennt hafa val um það almennt að láta mynda sig eða ekki, ekki satt?“ segir dómstjórinn og ítrekar að mönnum sé skylt að mæta fyrir Landsrétt. „Og í staðinn fyrir að menn séu að breiða yfir sig úlpur þá er þetta svona.“ Sem fyrr segir gripu ljósmyndarar til þess ráðs að mynda Thomas Møller Olsen í gegn um glugga. Aðspurður hvort brugðist verði við þessari glufu segir Björn að það verði gert svo fólk geti komist óséð um Landsrétt. „Um leið og það er komið inn fyrir okkar dyr þá berum við ábyrgð á því.“ Vilhelm segir ljósmyndara alls ekki geta sætt sig við að alveg verði komið í veg fyrir myndatökur af slíkum málum í Landsrétti. „Þetta er risamál sem er búið að vera í gangi í hátt í tvö ár og við erum bara að reyna að skrásetja lokin á þessu ömurlega máli,“ segir hann. „Það væri til dæmis skelfilegt ef við hefðum engar myndir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.“ Spurður um þetta sjónarmið fréttaljósmyndarans segir Björn ljóst að uppi séu sjónarmið með og á móti myndatöku. „Svo er bara spurningin hvar skurðarpunktarnir eru í því,“ segir skrifstofustjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04