Sýningastjórinn Silva stýrði góðri skemmtun Hjörvar Ólafsson skrifar 22. október 2018 08:45 Silva á ferðinni. vísir/getty Manchester City bauð stuðningsmönnum sínum sem mættu á leik liðsins gegn Burnley til markaveislu. Eftir rólega byrjun á sýningunni þar sem Manchester City lét eitt mark duga í fyrri hálfleik, sallaði liðið inn mörkum í þeim seinni og áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn. Það eitt að mæta til þess að sjá David Silva líða um völlinn og leika knattspyrnu á þann silkimjúka og fágaða hátt og hann gerir er nóg til þess að réttlæta hátt miðaverð. Silva er miðpunkturinn í flestum sóknaraðgerðum Manchester City og hann er ávallt búinn að sjá tvo til þrjá leiki fram í tímann áður en hann fær boltann. Það eru líklega fáir leikmenn sem jafn gaman er að spila með þar sem hann er einkar iðinn og lunkinn við að skapa góðar stöður og marktækifæri fyrir samherja sína. Sjáir þú til þess að vera réttur maður á réttum stað finnur hann leið til þess að koma þér í gott færi. Spánverjinn átti tvær stoðsendingar í öruggum 5-0 sigri Manchester City og leikmönnum Burnley var vorkunn að þurfa að vera hann í einn og hálfan tíma í eltingaleik sínum við leikmenn Manchester City. Lærisveinar Pep Guardiola leika sér að andstæðingum sínum eins og veikburða bráð. Þeir þreyta andstæðing sinn með léttleikandi spili sínu og undir lokin mátti sjá lafandi tungur á leikmönnum Burnley. Fernandinho og Riyad Mahrez lituðu sýninguna svo fallegum litum með stórglæsilegum mörkum sínum. Brasilíumaðurinn skoraði með hnitmiðuðu skoti sem hafnaði í samskeytunum og Alsíringurinn skoraði með skoti rétt utan vítateigs sem fór í fallegum boga fram hjá Joe Hart sem átti ekki skemmtilegar stundir í endurkomu sinni á sinn gamla heimavöll. Guardiola hefur látið hafa eftir sér að Silva sé einn besti leikmaður sem hann hefur stýrt á þjálfaraferli sínum. Listinn yfir þá heimsklassa knattspyrnumenn sem spænski stjórinn hefur þjálfað er bæði langur og fullur af leikmönnum sem hafa lengi verið í sérflokki. Það má svo sannarlega setja Silva í flokk með leikmönnum með einstaka náðargáfu og eru sér á báti hvað knattspyrnuhæfileika varðar.Aron Einar.vísir/gettyEndurkoma Arons Einars Gunnarssonar í lið Cardiff City gat ekki farið betur. Hann lék sinn fyrsta leik eftir að hafa glímt við meiðsli í tæpa fjóra mánuði þegar velska liðið mætti Fulham í fallbaráttuslag. Cardiff City hafði ekki tekist að fara með sigur af hólmi í deildinni á yfirstandandi leiktíð fyrir þennan leik. Aron Einar og liðsfélagar hans innbyrtu hins vegar sinn fyrsta sigur í þessum leik. Breskir fjölmiðlar fóru lofsamlegum orðum um íslenska landsliðsfyrirliðinn í umfjöllunum sínum um leikinn. Vefmiðillinn Walesonline sem fylgist vel með gangi mála hjá Cardiff City gaf Aroni Einari átta í einkunn. Um frammistöðu hans segir eftirfarandi í umfjöllun vefsíðunnar um leikinn. „Þetta var fyrsti leikur íslenska landsliðsmannsins á keppnistímabilinu og það var ekki að sjá á frammistöðunni að hann væri að snúa til baka eftir langa fjarverju. Hann var mjög öruggur með boltann, vann sín skallaeinvígi og missti boltann sárasjaldan inni á miðsvæðinu. Honum var vel tekið af stuðningsmönnum sem fögnuðu ákaft þegar hann tók fyrsta langa innkastið. Hann fékk verðskuldað lófatak fyrir frammistöðu sína." Aron Einar fellur eins og flís við rass við þann leikstíl sem Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, vill spila. Hann er góður í návígi, skilar boltanum vel frá sér og getur skapað usla með löngum innköstum sínum. Innkoma hans hafði jákvæð áhrif á liðið, en auk þess að spila vel í leiknum hefur hann sterka nærveru og leiðtogahæfileikar hans koma sér vel fyrir lið sem hefur lítið sjálfstraust. Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Manchester City bauð stuðningsmönnum sínum sem mættu á leik liðsins gegn Burnley til markaveislu. Eftir rólega byrjun á sýningunni þar sem Manchester City lét eitt mark duga í fyrri hálfleik, sallaði liðið inn mörkum í þeim seinni og áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn. Það eitt að mæta til þess að sjá David Silva líða um völlinn og leika knattspyrnu á þann silkimjúka og fágaða hátt og hann gerir er nóg til þess að réttlæta hátt miðaverð. Silva er miðpunkturinn í flestum sóknaraðgerðum Manchester City og hann er ávallt búinn að sjá tvo til þrjá leiki fram í tímann áður en hann fær boltann. Það eru líklega fáir leikmenn sem jafn gaman er að spila með þar sem hann er einkar iðinn og lunkinn við að skapa góðar stöður og marktækifæri fyrir samherja sína. Sjáir þú til þess að vera réttur maður á réttum stað finnur hann leið til þess að koma þér í gott færi. Spánverjinn átti tvær stoðsendingar í öruggum 5-0 sigri Manchester City og leikmönnum Burnley var vorkunn að þurfa að vera hann í einn og hálfan tíma í eltingaleik sínum við leikmenn Manchester City. Lærisveinar Pep Guardiola leika sér að andstæðingum sínum eins og veikburða bráð. Þeir þreyta andstæðing sinn með léttleikandi spili sínu og undir lokin mátti sjá lafandi tungur á leikmönnum Burnley. Fernandinho og Riyad Mahrez lituðu sýninguna svo fallegum litum með stórglæsilegum mörkum sínum. Brasilíumaðurinn skoraði með hnitmiðuðu skoti sem hafnaði í samskeytunum og Alsíringurinn skoraði með skoti rétt utan vítateigs sem fór í fallegum boga fram hjá Joe Hart sem átti ekki skemmtilegar stundir í endurkomu sinni á sinn gamla heimavöll. Guardiola hefur látið hafa eftir sér að Silva sé einn besti leikmaður sem hann hefur stýrt á þjálfaraferli sínum. Listinn yfir þá heimsklassa knattspyrnumenn sem spænski stjórinn hefur þjálfað er bæði langur og fullur af leikmönnum sem hafa lengi verið í sérflokki. Það má svo sannarlega setja Silva í flokk með leikmönnum með einstaka náðargáfu og eru sér á báti hvað knattspyrnuhæfileika varðar.Aron Einar.vísir/gettyEndurkoma Arons Einars Gunnarssonar í lið Cardiff City gat ekki farið betur. Hann lék sinn fyrsta leik eftir að hafa glímt við meiðsli í tæpa fjóra mánuði þegar velska liðið mætti Fulham í fallbaráttuslag. Cardiff City hafði ekki tekist að fara með sigur af hólmi í deildinni á yfirstandandi leiktíð fyrir þennan leik. Aron Einar og liðsfélagar hans innbyrtu hins vegar sinn fyrsta sigur í þessum leik. Breskir fjölmiðlar fóru lofsamlegum orðum um íslenska landsliðsfyrirliðinn í umfjöllunum sínum um leikinn. Vefmiðillinn Walesonline sem fylgist vel með gangi mála hjá Cardiff City gaf Aroni Einari átta í einkunn. Um frammistöðu hans segir eftirfarandi í umfjöllun vefsíðunnar um leikinn. „Þetta var fyrsti leikur íslenska landsliðsmannsins á keppnistímabilinu og það var ekki að sjá á frammistöðunni að hann væri að snúa til baka eftir langa fjarverju. Hann var mjög öruggur með boltann, vann sín skallaeinvígi og missti boltann sárasjaldan inni á miðsvæðinu. Honum var vel tekið af stuðningsmönnum sem fögnuðu ákaft þegar hann tók fyrsta langa innkastið. Hann fékk verðskuldað lófatak fyrir frammistöðu sína." Aron Einar fellur eins og flís við rass við þann leikstíl sem Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, vill spila. Hann er góður í návígi, skilar boltanum vel frá sér og getur skapað usla með löngum innköstum sínum. Innkoma hans hafði jákvæð áhrif á liðið, en auk þess að spila vel í leiknum hefur hann sterka nærveru og leiðtogahæfileikar hans koma sér vel fyrir lið sem hefur lítið sjálfstraust.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira