Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2018 22:02 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. Vísir/Vilhelm „Fyrirlitningin og andúðin á verkafólki og þeim sem strita fyrir lægstu launin sem frussast á okkur af síðum Fréttablaðsins er með ólíkindum...“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags um leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins. Leiðarinn birtist á föstudag og bar yfirskriftina „Stærsta ógnin“ og fjallar um kröfur Starfsgreinasambands Íslands og VR í komandi kjaraviðræðum. Hörður segir að kröfum þessum verði ekki lýst öðruvísi en sem „sturluðum“ og „í engum takti við efnahagslegan veruleika“. Hér er hægt að lesa leiðara Fréttablaðsins: Stærsta ógnin „Forystumenn helstu verkalýðsfélaga landsins, sem öllum má nú vera ljóst að eru stærsta ógnin gagnvart lífskjörum meginþorra íslensks launafólks á komandi árum, eru á öðru máli,“ skrifar Hörður.Segir tilganginn vera að hræða fólk Sólveig Anna lýsti yfir óánægju sinni með innihald leiðarans í færslu undir yfirskriftinni Holir menn á Facebook síðu sinni í dag. Hún sagðist ekki langa til að virða fólk viðlits sem beiti hótunum. „En því miður er svo komið fyrir talsmönnum óbreytts ástands að þeir hika ekki við að reyna að kúga vinnandi fólk til hlýðni með sjúkri og viðbjóðslegri orðræðu og þá er auðvitað ekki um annað að ræða en að sýna að í mér rennur blóð,“ skrifar Sólveig. Hún segir að tilgangurinn með skrifum Harðar sé að „skelfa fólk til hlýðni og að búa til tækifæri fyrir hófstilltari og jarðbundnari talsmenn arðránsins til að stíga fram sem málsvara skynsemi og stöðugleika.“ Sólveig Anna túlkar skrif Harðar á þá leið að hann sé að stilla sjálfum sér upp sem rödd skynseminnar „en það er ekki hægt að segja annað en að móðursýkiskenndir heimsendaspádómar hans einkennist af alveg hreint einstakri vanstillingu“.Vill að „málpípur auðvaldsins“ taki upp reiknivélina Sólveig segir að það sé löngu tímabært að viðurkenna að hinn efnahagslegi veruleiki sem láglaunafólk búi við sé sturlaður. „Hörður kallar eftir því að verkalýðshreyfingin leggi mat á kostnaðinn við kröfurnar en hvernig væri nú að Hörður og aðrar málpípur auðvaldsins legðu mat á kostnaðinn sem felst í því að reka samfélag sem er grundvallað á efnahagslegu óréttlæti? Væri það ekki hressandi tilbreyting?“ spyr Sólveig. „Er það byltingarkennt að tekið verði af alvöru á sjúkri misskiptingunni í samfélagi þar sem yfirstéttin hefur brunað fram úr almenningi þegar kemur að launahækkunum? Er það byltingarkennt að snúið verði af þeirri ömurlegu óheillabraut sem nýfrjálshyggjan neyddi okkur út á þegar skattbyrðin var færð frá hæsta tekjuhópunum yfir á lægri og millitekjuhópana? Er það byltingarkennt að við látum ekki lengur bjóða okkur þann ósóma að láglaunamanneskja sem reynir að bæta afkomu sína með því að vera í aukavinnu greiði rétt tæplega 37% skatt af smotteríinu sem hún nær að vinna sér inn en ríki maðurinn sem leikur sér með fjármagnstekjurnar sínar greiði aðeins 22% skatta af þeim? Er það byltingarkennt að finnast það viðbjóðslegt að vegna skattatilfærslu stjórnmálafólks á mála hjá auðstéttinni eru nú 19 milljarðar lagðir aukalega á fátækasta fólkið á Íslandi, þeim sem er gert að strita fyrir hin agalega rausnarlegu 300.000 króna lágmarkslaun? Og ef svarið er já, þetta er byltingarkennt þá kallið mig byltingarkonu, í guðanna bænum! Megi þá helvítis byltingin lifa,“ skrifar Sólveig Anna.Hér að neðan er hægt að lesa pistil Sólveigar Önnu í heild sinni. Kjaramál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Fyrirlitningin og andúðin á verkafólki og þeim sem strita fyrir lægstu launin sem frussast á okkur af síðum Fréttablaðsins er með ólíkindum...“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags um leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins. Leiðarinn birtist á föstudag og bar yfirskriftina „Stærsta ógnin“ og fjallar um kröfur Starfsgreinasambands Íslands og VR í komandi kjaraviðræðum. Hörður segir að kröfum þessum verði ekki lýst öðruvísi en sem „sturluðum“ og „í engum takti við efnahagslegan veruleika“. Hér er hægt að lesa leiðara Fréttablaðsins: Stærsta ógnin „Forystumenn helstu verkalýðsfélaga landsins, sem öllum má nú vera ljóst að eru stærsta ógnin gagnvart lífskjörum meginþorra íslensks launafólks á komandi árum, eru á öðru máli,“ skrifar Hörður.Segir tilganginn vera að hræða fólk Sólveig Anna lýsti yfir óánægju sinni með innihald leiðarans í færslu undir yfirskriftinni Holir menn á Facebook síðu sinni í dag. Hún sagðist ekki langa til að virða fólk viðlits sem beiti hótunum. „En því miður er svo komið fyrir talsmönnum óbreytts ástands að þeir hika ekki við að reyna að kúga vinnandi fólk til hlýðni með sjúkri og viðbjóðslegri orðræðu og þá er auðvitað ekki um annað að ræða en að sýna að í mér rennur blóð,“ skrifar Sólveig. Hún segir að tilgangurinn með skrifum Harðar sé að „skelfa fólk til hlýðni og að búa til tækifæri fyrir hófstilltari og jarðbundnari talsmenn arðránsins til að stíga fram sem málsvara skynsemi og stöðugleika.“ Sólveig Anna túlkar skrif Harðar á þá leið að hann sé að stilla sjálfum sér upp sem rödd skynseminnar „en það er ekki hægt að segja annað en að móðursýkiskenndir heimsendaspádómar hans einkennist af alveg hreint einstakri vanstillingu“.Vill að „málpípur auðvaldsins“ taki upp reiknivélina Sólveig segir að það sé löngu tímabært að viðurkenna að hinn efnahagslegi veruleiki sem láglaunafólk búi við sé sturlaður. „Hörður kallar eftir því að verkalýðshreyfingin leggi mat á kostnaðinn við kröfurnar en hvernig væri nú að Hörður og aðrar málpípur auðvaldsins legðu mat á kostnaðinn sem felst í því að reka samfélag sem er grundvallað á efnahagslegu óréttlæti? Væri það ekki hressandi tilbreyting?“ spyr Sólveig. „Er það byltingarkennt að tekið verði af alvöru á sjúkri misskiptingunni í samfélagi þar sem yfirstéttin hefur brunað fram úr almenningi þegar kemur að launahækkunum? Er það byltingarkennt að snúið verði af þeirri ömurlegu óheillabraut sem nýfrjálshyggjan neyddi okkur út á þegar skattbyrðin var færð frá hæsta tekjuhópunum yfir á lægri og millitekjuhópana? Er það byltingarkennt að við látum ekki lengur bjóða okkur þann ósóma að láglaunamanneskja sem reynir að bæta afkomu sína með því að vera í aukavinnu greiði rétt tæplega 37% skatt af smotteríinu sem hún nær að vinna sér inn en ríki maðurinn sem leikur sér með fjármagnstekjurnar sínar greiði aðeins 22% skatta af þeim? Er það byltingarkennt að finnast það viðbjóðslegt að vegna skattatilfærslu stjórnmálafólks á mála hjá auðstéttinni eru nú 19 milljarðar lagðir aukalega á fátækasta fólkið á Íslandi, þeim sem er gert að strita fyrir hin agalega rausnarlegu 300.000 króna lágmarkslaun? Og ef svarið er já, þetta er byltingarkennt þá kallið mig byltingarkonu, í guðanna bænum! Megi þá helvítis byltingin lifa,“ skrifar Sólveig Anna.Hér að neðan er hægt að lesa pistil Sólveigar Önnu í heild sinni.
Kjaramál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira