RÚV mátti nota ljóð þjóðsöngsins í HM-kynningu Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 11:23 Kynning RÚV birtist í tengslum við för íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Kolbeinn Tumi Upplestur þjóðþekktra einstaklinga á fyrsta erindi þjóðsöngsins í dagskrárkynningu Ríkisútvarpsins fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar telst ekki flutningur á söngnum og því braut það ekki gegn lögum um hann. Þetta er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna fyrirspurnar um notkun þjóðsöngsins í kynningunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra sem las línu úr fyrsta erindi þjóðsöngsins í dagskrárkynningunni sem birtist í tengslum við för íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. Í kjölfarið barst forsætisráðuneytinu fyrirspurn um hvort að RÚV hefði brotið lög um þjóðsönginn með kynningunni. Í lögunum er kveðið á um bann við því að þjóðsöngurinn sé nýttur í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Vegna þess að forsætisráðherra tók þátt í kynningunni var fjármála- og efnahagsráðherra falið að svara fyrirspurninni. RÚV réttlæti notkun sína á þjóðsöngnum með því að ekki hafi verið um eiginlegan flutning á honum að ræða í skilningi laga. Kynningin hefði verið bundin við ljóð Matthíasar Jochumssonar „Ó guðs vors land“ og lagið hafi ekki verið haft með. Notkun lagsins hafi heldur ekki verið í auglýsingaskyni. Í lögum um RÚV væri kveðið á um að tilkynningar frá því um efni teldist ekki vera auglýsing. Fjármálaráðuneytið féllst á þau rök RÚV að ekki hafi verið um eiginlegan flutning á þjóðsöngnum að ræða, aðeins upplestur á fyrsta erindi ljóðsins. RÚV hafi þannig ekki brotið gegn lögum um sönginn. Í því ljósi tók ráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort að hann hafi verið nýttur í auglýsinga- eða viðskiptaskyni. Tengdar fréttir Katrín víkur sæti og felur Bjarna að skoða þjóðsöngsmálið Forsætisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. 10. ágúst 2018 14:25 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Upplestur þjóðþekktra einstaklinga á fyrsta erindi þjóðsöngsins í dagskrárkynningu Ríkisútvarpsins fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar telst ekki flutningur á söngnum og því braut það ekki gegn lögum um hann. Þetta er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna fyrirspurnar um notkun þjóðsöngsins í kynningunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra sem las línu úr fyrsta erindi þjóðsöngsins í dagskrárkynningunni sem birtist í tengslum við för íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. Í kjölfarið barst forsætisráðuneytinu fyrirspurn um hvort að RÚV hefði brotið lög um þjóðsönginn með kynningunni. Í lögunum er kveðið á um bann við því að þjóðsöngurinn sé nýttur í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Vegna þess að forsætisráðherra tók þátt í kynningunni var fjármála- og efnahagsráðherra falið að svara fyrirspurninni. RÚV réttlæti notkun sína á þjóðsöngnum með því að ekki hafi verið um eiginlegan flutning á honum að ræða í skilningi laga. Kynningin hefði verið bundin við ljóð Matthíasar Jochumssonar „Ó guðs vors land“ og lagið hafi ekki verið haft með. Notkun lagsins hafi heldur ekki verið í auglýsingaskyni. Í lögum um RÚV væri kveðið á um að tilkynningar frá því um efni teldist ekki vera auglýsing. Fjármálaráðuneytið féllst á þau rök RÚV að ekki hafi verið um eiginlegan flutning á þjóðsöngnum að ræða, aðeins upplestur á fyrsta erindi ljóðsins. RÚV hafi þannig ekki brotið gegn lögum um sönginn. Í því ljósi tók ráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort að hann hafi verið nýttur í auglýsinga- eða viðskiptaskyni.
Tengdar fréttir Katrín víkur sæti og felur Bjarna að skoða þjóðsöngsmálið Forsætisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. 10. ágúst 2018 14:25 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Katrín víkur sæti og felur Bjarna að skoða þjóðsöngsmálið Forsætisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. 10. ágúst 2018 14:25