Innlent

Beita kylfum og piparúða á nakinn mann

Jakob Bjarnar skrifar
Maðurinn var stjórnlaus og þurfti lögreglan að hafa talsvert fyrir því að handtaka hann.
Maðurinn var stjórnlaus og þurfti lögreglan að hafa talsvert fyrir því að handtaka hann.
Eins og Vísir greindi frá snemma í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem var sagður reyna að brjótast inn í hús í Kópavogi rétt eftir miðnætti. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn, sem þá var orðinn nakinn, að lögreglumönnum.

Ljóst er að maðurinn var algerlega stjórnlaus. Vísi hefur borist myndband sem sýnir hvernig maðurinn er tekinn og gerður óvígur. Eins og sjá má eru aðferðirnar heldur harkalegar en engu tauti er við manninn komandi. „Fokkings leggstu niður,“ segir lögreglan við manninn.

Sjá einnig: Nakinn maður réðst að lögreglumönnum í Kópavogi

Maðurinn var handtekinn grunaður um eignaspjöll, hótanir, ofbeldi gegn opinberum starfsmanni og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.