Innlent

Nakinn maður réðst að lögreglumönnum í Kópavogi

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem var sagður reyna að brjótast inn í hús í Kópavogi rétt eftir miðnætti. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn, sem þá var orðinn nakinn, að lögreglumönnum.

Maðurinn var handtekinn grunaður um eignaspjöll, hótanir, ofbeldi gegn opinberum starfsmanni og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

Um svipað leyti barst lögreglunni tilkynning um mann í miðborg Reykjavíkur sem barði hús að utan. Maðurinn mun hafa dottið í gryfju við húsið og komst ekki upp úr gryfjunni.  Maðurinn sem var í mjög annarlegu ástandi var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.