Michael orðinn fjórða stigs fellibylur Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2018 07:45 Neyðarástand er nú í gildi í Flórída, en einnig í Alabama og Georgíu. Að minnsta þrettán hafa þegar látið lífið af völdum Michael í Mið Ameríku. AP/NOAA Fellibylurinn Michael, sem mun skella á ströndum Flórídaríkis síðar í dag hefur nú náð fjórða styrkleika þar sem vindhraðinn nálgast 200 kílómetra á klukkustund. Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. Þetta ástand hefur gert það að verkum að rúmlega 370 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flytja sig frá ströndinni og inn á land. Neyðarástand er nú í gildi í Flórída, en einnig í Alabama og Georgíu. Að minnsta þrettán hafa þegar látið lífið af völdum Michael í Mið Ameríku.Hurricane #Michael is now an extremely dangerous category 4 hurricane and its outer rainbands are beginning to reach the coast. This is a life-threatening event for portions of the northeastern Gulf Coast. Go to https://t.co/tW4KeGdBFb for details. pic.twitter.com/RtozXvcTE6 — National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 10, 2018 Michael kom fólki tiltölulega á óvart en fellibylurinn myndaðist í raun um helgina. Búist er við því að sjávarmál gæti hækkað um allt að fjóra metra og að Michael fylgi mikil rigning, um 30 sentímetrar, sem gæti leitt til flóða. Samkvæmt AP fréttaveitunni telja veðurfræðingar mögulegt að Michael gæti orðið einhver hættulegasti fellibylur sem hefði nokkurn tímann farið yfir svæðið.Samkvæmt CNN hafa einungis þriðja stigs fellibyljir náð landi á svæðinu áður. Eloise árið 1975, Opal árið 1995 og Dennis árið 2005. Íbúar svæðisins vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa sig fyrir komu Michael. Hins vegar óttast embættismenn að of fáir séu að yfirgefa svæðið. Fógeti Bay sýslu í Flórída segir að um þrír fjórðu íbúa hafi verið beðnir að flýja en umferðin sé í engu samræmi við það. AP ræddi við Sally Crown sem býr í Apalachicola í Flórída. Hún ætlaði sér að koma sér fyrir heima og sagðist hafa gengið í gegnum óveður sem þessi áður. „Þetta gæti verið mjög slæmt og alvarlegt. En samkvæmt minni reynslu er alltaf gert of mikið úr þessu.“ Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fellibylurinn Michael, sem mun skella á ströndum Flórídaríkis síðar í dag hefur nú náð fjórða styrkleika þar sem vindhraðinn nálgast 200 kílómetra á klukkustund. Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. Þetta ástand hefur gert það að verkum að rúmlega 370 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flytja sig frá ströndinni og inn á land. Neyðarástand er nú í gildi í Flórída, en einnig í Alabama og Georgíu. Að minnsta þrettán hafa þegar látið lífið af völdum Michael í Mið Ameríku.Hurricane #Michael is now an extremely dangerous category 4 hurricane and its outer rainbands are beginning to reach the coast. This is a life-threatening event for portions of the northeastern Gulf Coast. Go to https://t.co/tW4KeGdBFb for details. pic.twitter.com/RtozXvcTE6 — National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 10, 2018 Michael kom fólki tiltölulega á óvart en fellibylurinn myndaðist í raun um helgina. Búist er við því að sjávarmál gæti hækkað um allt að fjóra metra og að Michael fylgi mikil rigning, um 30 sentímetrar, sem gæti leitt til flóða. Samkvæmt AP fréttaveitunni telja veðurfræðingar mögulegt að Michael gæti orðið einhver hættulegasti fellibylur sem hefði nokkurn tímann farið yfir svæðið.Samkvæmt CNN hafa einungis þriðja stigs fellibyljir náð landi á svæðinu áður. Eloise árið 1975, Opal árið 1995 og Dennis árið 2005. Íbúar svæðisins vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa sig fyrir komu Michael. Hins vegar óttast embættismenn að of fáir séu að yfirgefa svæðið. Fógeti Bay sýslu í Flórída segir að um þrír fjórðu íbúa hafi verið beðnir að flýja en umferðin sé í engu samræmi við það. AP ræddi við Sally Crown sem býr í Apalachicola í Flórída. Hún ætlaði sér að koma sér fyrir heima og sagðist hafa gengið í gegnum óveður sem þessi áður. „Þetta gæti verið mjög slæmt og alvarlegt. En samkvæmt minni reynslu er alltaf gert of mikið úr þessu.“
Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira