Fótbolti

Doug Ellis er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Doug Ellis varð 94 ára gamall.
Doug Ellis varð 94 ára gamall. Getty/Neville Williams
Doug Ellis, fyrrverandi stjórnarformaður enska knattspyrnuliðsins Aston Villa, er látinn, 94 ára að aldri. Ellis gegndi stjórnarformennsku í félaginu í tvígang, en í seinna skiptið frá 1982 til 2006.

Ellis seldi hlut sinn í félaginu til bandaríska auðmannsins Randy Lerner árið 2006 og var Ellis þá gerður að heiðursforseta félagsins.

Í frétt BBC kemur fram að þegar Aston Villa féll úr ensku úrvalsdeildinni í apríl 2016 sagðist Ellis aldrei hafa verið hryggari og vonaði að hann myndi lifa þann dag að sjá liðið snúa aftur í deild þeirra bestu. Ellis hlaut riddaratign árið 2012 fyrir góðgerðarstörf.

Ellis auðgaðist á sínum yngri árum í ferðamannageiranum. Hann hlaut viðurnefnið Deadly Doug þegar hann starfaði innan fótboltans, en hann þótti á köflum miskunnarlaus í garð knattspyrnustjóra sem ekki þóttu standa sig í stykkinu.

Á þeim 35 árum sem hann gegndi stjórnarformennsku í Aston Villa réði hann alls þrettán stjóra til starfa, meðal annars Slóvakann Jozef Venglos sem var fyrsti maðurinn frá landi utan Bretlandseyja til að stýra liði í efstu deild enska boltans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.