Fótbolti

Hazard segist vera bestur í heimi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hazard fagnar marki með Chelsea
Hazard fagnar marki með Chelsea vísir/getty

Eden Hazard segist vera besti leikmaður heims en hann þurfi að flytja til Spánar til þess að fá titilinn. Sky Sports greinir frá þessu.

Hazard hefur verið orðaður við félagsskipti til Real Madrid á síðustu vikum og í sumar. Hann á tæp tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea og hefur áður sagt að hann sé ekki viss um hvort hann vilji endurnýja við Lundúnaliðið.

Síðustu tíu ár hefur sigurvegari Ballon d'Or verðlaunanna sem besti leikmaður heims spilað á Spáni.

Aðspurður hvort hann þurfi að fara til Spánar til að fá verðlaunin sagði Hazard: „Það er ástæðan fyrir því að ég vil kannski fara.“

Hann sagðist þó ekki ætla að yfirgefa Chelsea þegar glugginn opnar á ný í janúar.

Hazard hefur farið vel af stað með Chelsea á tímabilinu, skorað 8 mörk í 10 leikjum. Þegar hann var spurður hvort hann væri besti leikmaður heims var svarið einfalt. „Já.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.