Erlent

„Enginn er lagður í meira einelti en ég“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna.
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Getty/Andrew Harrer

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, segist sú manneskja í veröldinni sem lögð er í mest einelti. Þess vegna hafi hún hleypt herferð sinni gegn neteinelti af stokkunum. Þetta kemur fram í nýju viðtali ABC-sjónvarpsstöðvarinnar við forsetafrúna.

Viðtalið var tekið upp í síðustu viku er Melania var á ferðalagi um Afríku. Melania kom víða við er hún ræddi við fréttamann ABC en hún sagðist m.a. ekki bera fullt traust til ákveðinna einstaklinga sem starfað hafa í Hvíta húsinu. Þá sagði Melania að konur, sem stigu fram og sökuðu karlmenn um kynferðisbrot, þyrftu að framvísa sannfærandi sönnunargögnum.

„Ég gæti sagt að enginn sé lagður í meira einelti en ég,“ sagði Melania. Þegar spyrillinn innti hana eftir því hvort hún teldi sig í raun þá manneskju í heiminum sem sætti mestu einelti ítrekaði hún fullyrðingu sína.

„Ein af þeim, ef þú sérð það sem fólk er að segja um mig.“ Hluta úr viðtalinu má nálgast hér að neðan.Melania hefur lengi beitt sér fyrir fyrir öryggi og góðri hegðun á samfélagsmiðlum. Hún vakti nýlega athygli fyrir að vara við hættum samfélagsmiðla og neteineltis sama dag og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, fór ófögrum orðum um fyrrverandi yfirmann CIA á Twitter.


Tengdar fréttir

Melania og Ivanka ósammála forsetanum

Konurnar sem eru hvað nánastar Bandaríkjaforsetanum, Donald Trump, hafa báðar gefið út yfirlýsingar í vikunni þar sem þær segjast ósammála forsetanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.