Einkunnir Íslands: Kári maður leiksins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2018 22:30 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á ú útivelli eftir að hafa leitt 2-0 lengi vel í leiknum. Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands en Frakkar náðu að svara með tveimur síðbúnum mörkum. Svekkjandi niðurstaða eftir góða frammistöðu leikmanna Íslands. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska landsliðlsins.Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 8 Ótrúlega yfirvegaður á stóra sviðinu og varði frábærlega er á þurfti að halda. Hefði verið gaman að sjá hann spila allan leikinn.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 7 Minnti aftur á sig með kröftugri frammistöðu. Varðist vel, sótti fram á við og sterkur í teignum. Óheppinn að skora sjálfsmark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Eins og ísjaki í vörn íslenska liðsins og margar sóknir Frakka strönduðu á honum. Líður greinilega vel að spila með Kár.Kári Árnason, miðvörður 9 (maður leiksins) Allt tal um að Kári sé að verða gamall og þurfi að stíga til hliðar þarf að hætta strax. Stórkostlegur í vörninni sem hann stýrði og skoraði geggjað mark.Birkir Már Sævarsson, vinstri bakvörður 7 MJög traustur á báðum endum og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og flottur á miðjunni. Skoraði frábært mark og er venjulega mjög traustur er hann fær að leika inn á miðri miðjunni.Rúnar Már Sigurjónson, miðjumaður 7 Barðist vel og gaf ekki þumlung eftir. Stundum skrefi á eftir og braut klaufalega af sér. Gaf 100 prósent og engin virðing fyrir stjörnunum.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Gæði sem fyrr í öllu sem Gylfi gerir. Bjó til og kom sér í færi ásamt því að hlaupa eins og maraþonhlaupari.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Allt annað líf að fá Jóhann aftur inn í liðið. Er ekki alveg það sama án hans. Mjög hættulegur og duglegur. Hélt bolta vel.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 7 Gaf sig allan í verkefnið og skilaði sínu þó svo ekki hafi hlutirnir alltaf gengið upp hjá honum.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Fékk svo sem ekki úr miklu að moða en kom sér í stöður og hjálpaði vel til við uppspilið.Varamenn:Albert Guðmundsson 6 (kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) Sprækur á köflum og sýndi gæðin sem búa í honum.Hannes Þór Halldórsson 7 (kom inn á fyrir Rúnar Alex á 46. mínútu) Gat lítið gert við mörkunum og átti eina glæsilega vörslu.Kolbeinn Sigþórsson 6 (kom inn á fyrir Arnór á 59. mínútu) Fékk mínútur sem er mikilvægt en skortur á leikformi er augljós og eðlilegur.Guðlaugur Victor Pálsson - (kom inn á fyrir Jóhann Berg á 71. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Rúrik Gíslason - (kom inn á fyrir Gylfa á 80. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Jón Guðni Fjóluson - (kom inn á fyrir Birki Má á 81. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjá meira
Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á ú útivelli eftir að hafa leitt 2-0 lengi vel í leiknum. Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands en Frakkar náðu að svara með tveimur síðbúnum mörkum. Svekkjandi niðurstaða eftir góða frammistöðu leikmanna Íslands. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska landsliðlsins.Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 8 Ótrúlega yfirvegaður á stóra sviðinu og varði frábærlega er á þurfti að halda. Hefði verið gaman að sjá hann spila allan leikinn.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 7 Minnti aftur á sig með kröftugri frammistöðu. Varðist vel, sótti fram á við og sterkur í teignum. Óheppinn að skora sjálfsmark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Eins og ísjaki í vörn íslenska liðsins og margar sóknir Frakka strönduðu á honum. Líður greinilega vel að spila með Kár.Kári Árnason, miðvörður 9 (maður leiksins) Allt tal um að Kári sé að verða gamall og þurfi að stíga til hliðar þarf að hætta strax. Stórkostlegur í vörninni sem hann stýrði og skoraði geggjað mark.Birkir Már Sævarsson, vinstri bakvörður 7 MJög traustur á báðum endum og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og flottur á miðjunni. Skoraði frábært mark og er venjulega mjög traustur er hann fær að leika inn á miðri miðjunni.Rúnar Már Sigurjónson, miðjumaður 7 Barðist vel og gaf ekki þumlung eftir. Stundum skrefi á eftir og braut klaufalega af sér. Gaf 100 prósent og engin virðing fyrir stjörnunum.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Gæði sem fyrr í öllu sem Gylfi gerir. Bjó til og kom sér í færi ásamt því að hlaupa eins og maraþonhlaupari.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Allt annað líf að fá Jóhann aftur inn í liðið. Er ekki alveg það sama án hans. Mjög hættulegur og duglegur. Hélt bolta vel.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 7 Gaf sig allan í verkefnið og skilaði sínu þó svo ekki hafi hlutirnir alltaf gengið upp hjá honum.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Fékk svo sem ekki úr miklu að moða en kom sér í stöður og hjálpaði vel til við uppspilið.Varamenn:Albert Guðmundsson 6 (kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) Sprækur á köflum og sýndi gæðin sem búa í honum.Hannes Þór Halldórsson 7 (kom inn á fyrir Rúnar Alex á 46. mínútu) Gat lítið gert við mörkunum og átti eina glæsilega vörslu.Kolbeinn Sigþórsson 6 (kom inn á fyrir Arnór á 59. mínútu) Fékk mínútur sem er mikilvægt en skortur á leikformi er augljós og eðlilegur.Guðlaugur Victor Pálsson - (kom inn á fyrir Jóhann Berg á 71. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Rúrik Gíslason - (kom inn á fyrir Gylfa á 80. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Jón Guðni Fjóluson - (kom inn á fyrir Birki Má á 81. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjá meira