Innlent

Hönnunarljós frá Danmörku keypt fyrir tæpa milljón í braggann

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Ljósakrónur Berlinord prýða Nauthólsveg 100.
Ljósakrónur Berlinord prýða Nauthólsveg 100. Fréttablaðið/Anton Brink
Keyptar voru hönnunarljósakrónur og lampar af íslensku hönnunarfyrirtæki í Danmörku fyrir byggingarnar við Nauthólsveg 100. Hönnuðurinn, Hrafnkell Birgisson, segir að keypt hafi verið á bilinu 40 til 50 ljós sem nú prýða hluta þeirra bygginga við braggann umtalaða í Nauthólsvík sem tilbúnar eru.

Í sundurliðun kostnaðar vegna framkvæmdanna má sjá greiðslu í maí 2017 upp á 8.450 evrur til Berl­i­nord, sem er hönnunarstofa Hrafnkels. Reikningurinn hljóðar upp á 956.619 krónur. Í heimsókn borgarstjórnarflokks Pírata í byggingarnar mátti sjá hin glæsilegu ljós prýða byggingarnar eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Hrafnkell hefur rætt hönnun ljósalínunnar í íslenskum fjölmiðlum en í samtali við mbl.is fyrir rúmu ári greindi hann frá því ljósakrónurnar hafi upphaflega verið hannaðar sem bökunarform en fengið nýtt líf nokkrum árum síðar við góðar viðtökur.

Hrafnkell segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að keypt hafi verið á bilinu 40-50 lampar og ljós af honum vegna Nauthólsvegar. Út frá því má áætla að kostnaður við hvert stykki sé á bilinu 19-24 þúsund krónur.

Kostnaðurinn við hina ýmsu þætti braggaframkvæmdarinnar hefur vakið hörð viðbrögð að undan­förnu, nú síðast voru það dönsk strá sem flutt voru inn með ærnum tilkostnaði. Strá sem landslagsarkitektinn sagði við Fréttablaðið í gær að væri ætlað að skapa strandstemmingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×