Enski boltinn

Mourinho fylgdist með tveimur Serbum í Svartfjallalandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sergej Milinkovic-Savic í leik með Lazio.
Sergej Milinkovic-Savic í leik með Lazio. vísir/getty

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var í Svartfjallalandi í gærkvöldi þar sem að hann horfði á leik heimamanna gegn Serbíu í C-deild Þjóðadeildarinnar.

Spænska íþróttablaðið AS segir Mourinho hafa verið þar til að fylgjast með tveimur leikmönnum serbneska landsliðsins; Sergej Milinkovic-Savic, leikmanni Lazio, og Nikola Milenkovic, miðverði Fiorentina.

Mourinho sat við hlið Predrag Mijatovic, fyrrverandi leikmanni og yfirmanni knattspyrnumála hjá Real Madrid, en Madrídarliðið hætti við að kaupa Milinkovic-Savic í sumar þegar að Lazio vildi fá 130 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Sergej, eins og hann er kallaður, er aðeins 21 árs en hefur verið einn besti miðjumaður ítölsku A-deildarinnar undanfarin misser. Milenkovic er sömuleiðis aðeins 21 árs gamall.

Miðvörðurinn var í byrjunarliðin en Sergej kom inn á sem varamaður síðustu ellefu mínúturnar í þægilegum 2-0 sigri Serba.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.