Enski boltinn

Tapaði ekki leik í september og kosinn besti þjálfarinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Santo þakkar fyrir sig.
Santo þakkar fyrir sig. vísir/getty
Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, hefur verið valinn þjálfari september mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Nýliðarnir í Wolves töpuðu ekki leik í september. Þeir unnu West Ham, Burnley og Southampton og gerðu svo 1-1 jafntefli við Manchester United á útivelli.

Í öllum sigrinum hélt Wolves markinu hreinu og fékk því á sig eitt mark í september. Glæsilegur mánuður fyrir nýliðanna sem eru í sjöunda sæti deildarinnar með fimmtán stig.

Nuno hafði betur gegn Jurgen Klopp, Unai Emery og Pep Guardiola í kosningunni sem skiptist í atkvæði á netinu og svo val sérfærðinga úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×