Enski boltinn

Tapaði ekki leik í september og kosinn besti þjálfarinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Santo þakkar fyrir sig.
Santo þakkar fyrir sig. vísir/getty

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, hefur verið valinn þjálfari september mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Nýliðarnir í Wolves töpuðu ekki leik í september. Þeir unnu West Ham, Burnley og Southampton og gerðu svo 1-1 jafntefli við Manchester United á útivelli.

Í öllum sigrinum hélt Wolves markinu hreinu og fékk því á sig eitt mark í september. Glæsilegur mánuður fyrir nýliðanna sem eru í sjöunda sæti deildarinnar með fimmtán stig.

Nuno hafði betur gegn Jurgen Klopp, Unai Emery og Pep Guardiola í kosningunni sem skiptist í atkvæði á netinu og svo val sérfærðinga úrvalsdeildarinnar.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.