Enski boltinn

Hazard hafði betur gegn Gylfa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eden Hazard var bestur í september.
Eden Hazard var bestur í september. vísir/getty

Eden Hazard, leikmaður Chelsea, var í dag kosinn leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Belginn magnaði skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir Chelsea sem er enn ósigrað í deildinni en Hazard hefur verið gjörsamlega magnaður undir stjórn Maurizio Sarri.

Hazard hafði betur í kosningunni gegn nokkrum leikmönnum, þar á meðal Gylfa Þór Sigurðssyni sem var tilnefndur fyrir frábæra frammistöðu sína með Everton í september.

Gylfi er eini íslenski leikmaðurinn sem hefur verið kosinn leikmaður mánaðarins en það afrekaði hann í mars árið 2012 þegar að hann var á láni hjá Swansea frá Hoffenheim.

Fyrr í dag var Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri nýliða Úlfanna, kosinn besti þjálfarinn en Úlfarnir hafa farið frábærlega af stað í deildinni.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.