„Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2018 20:16 Anton Ingi Sigurðsson leikstjóri. Fréttablaðið/GVA Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmdar, segir að það að kaupa 20 þúsund aðgöngumiða á kvikmyndina, og ætla sér að selja þá, hafi verið „mikilmennskubrjálæði“. Fyrirtæki í eigu föður Antons Inga keypti miðana fyrir tíu milljónir króna til að auka sölu á kvikmyndina, að því er fram kom í dómi héraðsdóms í máli Senu og framleiðslufyrirtækisins Virgo 2. Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þar að árið 2016 hafi hann staðið frammi fyrir „miklu höggi“ þegar í ljós hafi komið að eftirvinnslustyrkur fyrir myndina frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fengist ekki. Til hafi staðið að greiða útistandandi kostnað, þar á meðal launakostnað, með umræddum styrk frá kvikmyndamiðstöðinni. „Ég varð þarna orðin verulega stressaður og við mér blasti gjaldþrot og mynd sem var ekki komin í bíó og ekki á leið í bíó nema klára laun og annan kostnað,“ skrifar Anton Ingi. Hann segir að því hafi verið ákveðið að kaupa „fyrirfram greidda miða með hjálp, vina, vandamanna og fjölskyldu í því skyni að selja þá í hagnaðarskyni,“ sem gengið hafi ágætlega. Féð sem safnaðist þar hafi svo verið notað til að greiða útistandandi kostnað. Þá rekur Anton Ingi frekar sína upplifun af ferlinu og segir að ekkert hafi verið gert til að „svindla á kerfinu.“Tekur fulla ábyrgð á málinu Þá segir Anton Ingi málið hafa verið erfitt. Nú, þegar því er lokið, sé þó hægt að greiða viðeigandi aðilum laun. „Við þetta lærði ég hvernig á ekki að gera kvikmyndaverkefni. Við þetta lærði ég hvernig á ekki að framleiða bíomynd. Við þetta steig ég til baka og fékk klárara fólk i kringum mig sem framleiðir og það mikilvægasta lærði ég að vinna úr mínum málum,“ skrifar Anton Ingi. „Að kaupa 20.þus miða og halda að hægt se að selja þa er mikilmennskubrjalæði. Auðvitað átti eg að fresta sýningu myndar um nokkra mánuði og ná inn á 2017 og þar með fá eftirvinnslustyrk fra KMÍ eins og þau hvöttu mig til að gera.“ Að endingu segir Anton Ingi að reynslan við gerð kvikmyndarinnar hafa kennt sér margt. Mikilvægasta lexían sé jafnframt sú að hann geti ekki allt. „Ég tek fulla ábyrgð á málinu. Ég hlustaði ekki, óð áfram og tapaði.“Færslu Antons Inga má sjá í heild hér að neðan. Vísir greindi frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu í dag þar sem fyrirtækið Sena var dæmt til að greiða framleiðslufyrirtæki Antons Inga, Virgo 2, tæpar fjórar milljónir króna vegna vanefnda á dreifingarsamningi vegna kvikmyndarinnar. Í dómnum kemur einnig fram að til þess að auka miðasölu á kvikmyndina hafi Anton Ingi fengið félag í eigu föður síns, Sólóraf ehf., til að kaupa aðgöngumiða á myndina beint af Senu fyrir 10 milljónir króna, auk virðisaukaskatts. Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmdar, segir að það að kaupa 20 þúsund aðgöngumiða á kvikmyndina, og ætla sér að selja þá, hafi verið „mikilmennskubrjálæði“. Fyrirtæki í eigu föður Antons Inga keypti miðana fyrir tíu milljónir króna til að auka sölu á kvikmyndina, að því er fram kom í dómi héraðsdóms í máli Senu og framleiðslufyrirtækisins Virgo 2. Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þar að árið 2016 hafi hann staðið frammi fyrir „miklu höggi“ þegar í ljós hafi komið að eftirvinnslustyrkur fyrir myndina frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fengist ekki. Til hafi staðið að greiða útistandandi kostnað, þar á meðal launakostnað, með umræddum styrk frá kvikmyndamiðstöðinni. „Ég varð þarna orðin verulega stressaður og við mér blasti gjaldþrot og mynd sem var ekki komin í bíó og ekki á leið í bíó nema klára laun og annan kostnað,“ skrifar Anton Ingi. Hann segir að því hafi verið ákveðið að kaupa „fyrirfram greidda miða með hjálp, vina, vandamanna og fjölskyldu í því skyni að selja þá í hagnaðarskyni,“ sem gengið hafi ágætlega. Féð sem safnaðist þar hafi svo verið notað til að greiða útistandandi kostnað. Þá rekur Anton Ingi frekar sína upplifun af ferlinu og segir að ekkert hafi verið gert til að „svindla á kerfinu.“Tekur fulla ábyrgð á málinu Þá segir Anton Ingi málið hafa verið erfitt. Nú, þegar því er lokið, sé þó hægt að greiða viðeigandi aðilum laun. „Við þetta lærði ég hvernig á ekki að gera kvikmyndaverkefni. Við þetta lærði ég hvernig á ekki að framleiða bíomynd. Við þetta steig ég til baka og fékk klárara fólk i kringum mig sem framleiðir og það mikilvægasta lærði ég að vinna úr mínum málum,“ skrifar Anton Ingi. „Að kaupa 20.þus miða og halda að hægt se að selja þa er mikilmennskubrjalæði. Auðvitað átti eg að fresta sýningu myndar um nokkra mánuði og ná inn á 2017 og þar með fá eftirvinnslustyrk fra KMÍ eins og þau hvöttu mig til að gera.“ Að endingu segir Anton Ingi að reynslan við gerð kvikmyndarinnar hafa kennt sér margt. Mikilvægasta lexían sé jafnframt sú að hann geti ekki allt. „Ég tek fulla ábyrgð á málinu. Ég hlustaði ekki, óð áfram og tapaði.“Færslu Antons Inga má sjá í heild hér að neðan. Vísir greindi frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu í dag þar sem fyrirtækið Sena var dæmt til að greiða framleiðslufyrirtæki Antons Inga, Virgo 2, tæpar fjórar milljónir króna vegna vanefnda á dreifingarsamningi vegna kvikmyndarinnar. Í dómnum kemur einnig fram að til þess að auka miðasölu á kvikmyndina hafi Anton Ingi fengið félag í eigu föður síns, Sólóraf ehf., til að kaupa aðgöngumiða á myndina beint af Senu fyrir 10 milljónir króna, auk virðisaukaskatts.
Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent