Innlent

Hafa áhyggjur af Álfsnesvík

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Álfsnesvík er neðan við athafnasvæði Sorpu.
Álfsnesvík er neðan við athafnasvæði Sorpu. Fréttablaðið/Anton Brink

Aukning á þungaflutningum um Vesturlandsveg, sjón- og hljóðmengun, auk mögulegra áhrifa vegna sandfoks er meðal þess sem skipulagsnefnd Mosfellsbæjar segist hafa áhyggjur af vegna áforma um iðnaðaruppbyggingu í Álfsnesvík.

Sérstaklega lúta áhyggjur skipulagsnefndar að áhrifum iðnaðaruppbyggingarinnar á íbúðar- og útivistarsvæði í Mosfellsbæ.

„Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 ásamt drögum að umhverfisskýrslu en leggur áherslu á að umhverfisáhrif breytingarinnar verði metin sérstaklega með tilliti til hagsmuna byggðar- og útivistarsvæða í Mosfellsbæ,“ segir í bókun skipulagsnefndarinnar.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.