Innlent

Hafa áhyggjur af Álfsnesvík

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Álfsnesvík er neðan við athafnasvæði Sorpu.
Álfsnesvík er neðan við athafnasvæði Sorpu. Fréttablaðið/Anton Brink
Aukning á þungaflutningum um Vesturlandsveg, sjón- og hljóðmengun, auk mögulegra áhrifa vegna sandfoks er meðal þess sem skipulagsnefnd Mosfellsbæjar segist hafa áhyggjur af vegna áforma um iðnaðaruppbyggingu í Álfsnesvík.

Sérstaklega lúta áhyggjur skipulagsnefndar að áhrifum iðnaðaruppbyggingarinnar á íbúðar- og útivistarsvæði í Mosfellsbæ.

„Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 ásamt drögum að umhverfisskýrslu en leggur áherslu á að umhverfisáhrif breytingarinnar verði metin sérstaklega með tilliti til hagsmuna byggðar- og útivistarsvæða í Mosfellsbæ,“ segir í bókun skipulagsnefndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×