Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Þrjár Euromarket verslanir eru í rekstri hér á landi. Fréttablaðið/Eyþór Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. Landsréttur sneri á dögunum við fyrri úrskurði héraðsdóms um framsal og féllst ekki á framsalið á þeirri forsendu að maðurinn hefði verið í farbanni vegna rannsóknar annars máls hér á landi er ákvörðun um framsal var tekin í ráðuneytinu. Samkvæmt framsalslögum má ekki framselja mann sem er í tryggingaráðstöfun, það er gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Pólsk yfirvöld óskuðu eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Auk mannsins voru fjórir aðrir pólskir menn í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var leystur úr gæsluvarðhaldi í júní en gert að sæta farbanni. Hann var aftur úrskurðaður í farbann í júlí og þá á grundvelli ákvörðunar um framsal. Af þeirri ástæðu mun ráðuneytið nú freista þess að taka aftur ákvörðun um framsal. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir málið nú fara aftur í sama ferli. Það verði sent til ríkissaksóknara til rannsóknar og síðan geri ráðuneytið sína athugun á mannúðarsjónarmiðum og öðrum skilyrðum framsals. Heimili ráðuneytið framsal hafi maðurinn rétt til að skjóta málinu til héraðsdóms sem tekur það til meðferðar og úrskurðar. Sá úrskurður sé svo kæranlegur til Landsréttar. Rannsókn á meintum afbrotum mannsins og annarra eigenda Euromarket er ólokið. „Málið er á lokametrunum hjá okkur,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægu deildarinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. – aá Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. Landsréttur sneri á dögunum við fyrri úrskurði héraðsdóms um framsal og féllst ekki á framsalið á þeirri forsendu að maðurinn hefði verið í farbanni vegna rannsóknar annars máls hér á landi er ákvörðun um framsal var tekin í ráðuneytinu. Samkvæmt framsalslögum má ekki framselja mann sem er í tryggingaráðstöfun, það er gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Pólsk yfirvöld óskuðu eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Auk mannsins voru fjórir aðrir pólskir menn í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var leystur úr gæsluvarðhaldi í júní en gert að sæta farbanni. Hann var aftur úrskurðaður í farbann í júlí og þá á grundvelli ákvörðunar um framsal. Af þeirri ástæðu mun ráðuneytið nú freista þess að taka aftur ákvörðun um framsal. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir málið nú fara aftur í sama ferli. Það verði sent til ríkissaksóknara til rannsóknar og síðan geri ráðuneytið sína athugun á mannúðarsjónarmiðum og öðrum skilyrðum framsals. Heimili ráðuneytið framsal hafi maðurinn rétt til að skjóta málinu til héraðsdóms sem tekur það til meðferðar og úrskurðar. Sá úrskurður sé svo kæranlegur til Landsréttar. Rannsókn á meintum afbrotum mannsins og annarra eigenda Euromarket er ólokið. „Málið er á lokametrunum hjá okkur,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægu deildarinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. – aá
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15