Fótbolti

Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli.

Alfreð sagði þó að landsleikur Íslands í heild sinni hafi ekki verið nægilega góður í 90 mínútur til þess að verðskulda sigur.

„Það gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik en mér fannst við stundum vera dreifðir, eins og í seinni hálfeik," sagði Alfreð í leikslok.

„En við lögðum mikið í þetta síðustu tíu og miðað við hvað við vorum að pressa þá var vonbrigði að skora ekki úr því. Heilt yfir spiluðum við þó ekki góðar 90 mínútur til að verðskulda sigur."

„Við töluðum um það í hálfleik að Xhaka er góður að finna stöður. Við vildum klára þetta tveir, ég og Gylfi en við vissum að það væri erfitt því þeir eru með góða leikmenn sem finna sér góðar stöður."

Mark Alfreðs í kvöld var stórkostlegt en hann sagði að það breytti litlu, er liðið tapaði leiknum.

„Það þýðir voða lítð núna en þetta er örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli," sagði Alfreð í leikslok.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.