Hannes: Þurfum að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin Árni Jóhannsson skrifar 15. október 2018 21:41 Hannes Þór Halldórsson í leiknum í kvöld. Vísir/EPA „Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar blaðamaður Íslands ræddi við hann eftir tapleikinn gegn Sviss í kvöld. „Þetta var ótrúlega svekkjandi að tapa þessu, það voru tækifæri á að vinna þennan leik og eins og Sviss voru innstilltir þá var risa séns að vinna þá. Það hefði verið stórt, eða öllu heldur mikilvægt skref, því það hefði komið okkur langt með að vera í fyrsta styrkleikaflokki fyrir EM dráttinn. Það hafðist ekki og getum við sjálfum okkur um kennt." "Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik og spilum illa fyrsta hálftímann í seinni hálfleik og svo sýndum við hvað í okkur býr seinustu tíu. Það er allavega mjög gott að sjá glæðurnar í liðinu og sjá hvað við getum þegar við kveikjum á okkur og það er svolítið skrýtið að við séum á svona hálfum hraða allan seinni hálfleikinn nánast“. Hannes var beðinn um að reyna að leggja mat á hvað hafi gerst á milli landsleikjahléa en eins og frægt er orðið þá fengu Íslendingar tvo skelli fyrir um mánuði síðan en sýndu betur hvað í þeim býr í þessum tveimur leikjum sem leiknir voru í október. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið eðlilegt landsleikjahlé og það fyrra hafi verið óeðlilegt og að við höfum aðeins fundið betur taktinn. Við töpum þessu samt í dag og við erum ekki vanir að tapa hérna á heimavelli. Það hefur kannski ekkert gerst annað en að þetta hafið verið „wake-up call“ um daginn." „Við höfum þurft að þétta raðirnar og muna eftir því sem við erum góðir í og mér fannst það hafa að mörgu leyti takast. Fyrri hálfleikurinn í dag var þéttur og flottur þar sem við vorum betri en þeir og svo náttúrlega var Frakkaleikurinn góður þannig að það er margt jákvætt í þessu landsleikjahléi og bara áfram veginn“. Um áhrif nýs þjálfara og hans áherslur sagði Hannes: „Áherslurnar hans eru að komast til skila, hann er bara að kynnast okkur og við að kynnast honum. Fyrsta landsleikjahléið var bara svona próf fyrir alla og núna þekkja menn hvorn annan. Það er samt ekkert verið að hvolfa neinu, það er bara verið að vinna með það sem við höfum verið að gera vel með smá áherslubreytingum hér og þar og það er bara mjög skynsamleg aðferð. Menn eru bara enn að kynnast hver öðrum og þetta verður betra og betra“. „Það var mjög svekkjandi að ná ekki að jafna, á heimavelli þá náum við oftast að skora meira en eitt mark og fáum ekki á okkur tvö mörk. Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefðum við átt að vinna þennan leik og það er drullusvekkjandi að ná ekki að skora. Það hefði verið mjög sætt að ná jafnteflinu eftir að hafa verið 2-0 undir á móti sterku liði. Það hafðist ekki og því þurfum við að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin“. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
„Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar blaðamaður Íslands ræddi við hann eftir tapleikinn gegn Sviss í kvöld. „Þetta var ótrúlega svekkjandi að tapa þessu, það voru tækifæri á að vinna þennan leik og eins og Sviss voru innstilltir þá var risa séns að vinna þá. Það hefði verið stórt, eða öllu heldur mikilvægt skref, því það hefði komið okkur langt með að vera í fyrsta styrkleikaflokki fyrir EM dráttinn. Það hafðist ekki og getum við sjálfum okkur um kennt." "Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik og spilum illa fyrsta hálftímann í seinni hálfleik og svo sýndum við hvað í okkur býr seinustu tíu. Það er allavega mjög gott að sjá glæðurnar í liðinu og sjá hvað við getum þegar við kveikjum á okkur og það er svolítið skrýtið að við séum á svona hálfum hraða allan seinni hálfleikinn nánast“. Hannes var beðinn um að reyna að leggja mat á hvað hafi gerst á milli landsleikjahléa en eins og frægt er orðið þá fengu Íslendingar tvo skelli fyrir um mánuði síðan en sýndu betur hvað í þeim býr í þessum tveimur leikjum sem leiknir voru í október. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið eðlilegt landsleikjahlé og það fyrra hafi verið óeðlilegt og að við höfum aðeins fundið betur taktinn. Við töpum þessu samt í dag og við erum ekki vanir að tapa hérna á heimavelli. Það hefur kannski ekkert gerst annað en að þetta hafið verið „wake-up call“ um daginn." „Við höfum þurft að þétta raðirnar og muna eftir því sem við erum góðir í og mér fannst það hafa að mörgu leyti takast. Fyrri hálfleikurinn í dag var þéttur og flottur þar sem við vorum betri en þeir og svo náttúrlega var Frakkaleikurinn góður þannig að það er margt jákvætt í þessu landsleikjahléi og bara áfram veginn“. Um áhrif nýs þjálfara og hans áherslur sagði Hannes: „Áherslurnar hans eru að komast til skila, hann er bara að kynnast okkur og við að kynnast honum. Fyrsta landsleikjahléið var bara svona próf fyrir alla og núna þekkja menn hvorn annan. Það er samt ekkert verið að hvolfa neinu, það er bara verið að vinna með það sem við höfum verið að gera vel með smá áherslubreytingum hér og þar og það er bara mjög skynsamleg aðferð. Menn eru bara enn að kynnast hver öðrum og þetta verður betra og betra“. „Það var mjög svekkjandi að ná ekki að jafna, á heimavelli þá náum við oftast að skora meira en eitt mark og fáum ekki á okkur tvö mörk. Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefðum við átt að vinna þennan leik og það er drullusvekkjandi að ná ekki að skora. Það hefði verið mjög sætt að ná jafnteflinu eftir að hafa verið 2-0 undir á móti sterku liði. Það hafðist ekki og því þurfum við að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin“.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30