Stjórnin skoðar tíðar kvartanir undan starfsfólki Félagsbústaða Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. október 2018 08:00 Haraldur Flosi Tryggvason stjórnarformaður segir stjórnina funda daglega um þessar mundir. fréttablaðið/anton brink „Það er á þessu ári sem ég verð var við að samskipti og framkoma við leigutaka sé sérstakt úrlausnarefni,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Félagsbústaða, um tíðar kvartanir leigutaka sem borist hafa um framkomu starfsmanna fyrirtækisins. Hann segir að nú sé verið að leggja drög að því að fram fari þjónustukönnun meðal leigutaka til að stjórnin fái yfirlit um hversu almenn óánægjan er. Haraldur Flosi segir að aðrar ábendingar hafi borist sem þarfnist sértækari yfirferðar. Stjórnin sé að hittast núna til að fara yfir slíkar ábendingar sem þarfnist vandaðrar og skilvirkrar yfirferðar. Hann segir stjórn Félagsbústaða funda daglega þessa dagana enda margt sem mæði á, en tilkynnt var um helgina að framkvæmdastjóri félagsins myndi hætta störfum eftir að ljóst varð að endurbætur á leiguhúsnæði í Breiðholti fóru hundruð milljóna fram úr kostnaðaráætlun. „Það gengur mjög illa að fá hlustun um þessi mál og mér finnst ég ganga alls staðar á veggi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi um úttektir sem hún hefur óskað eftir að fram fari á starfsemi Félagsbústaða, þar á meðal um viðmót starfsmanna félagsins gagnvart leigjendum. Hún segir fólk hafa samband við sig reglulega þar sem íbúar hjá Félagsbústöðum kvarti undan starfsmönnum og stjórnsýslu fyrirtækisins. Hún hefur farið yfir þessar kvartanir með stjórnarformanni Félagsbústaða.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúo.Vísir/VilhelmFréttablaðið hefur rætt við nokkra leigjendur Félagsbústaða að undanförnu sem lýst hafa viðmóti starfsmanna fyrirtækisins. Kvartanir lúta meðal annars að því að fólk upplifi að fylgst sé með því og einkalíf þess sé ekki virt. „Þegar þetta byrjaði hjá mér sat ég reyndar við dánarbeð pabba og þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni [forstöðumanni Þjónustu- og samskiptasviðs] sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér og ég þyrfti bara að koma og hitta hann heima,“ segir Guðlaugur Pálmason, sem áður hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst reynslu sinni af Félagsbústöðum. Hann segir viðkomandi starfsmann einnig hafa falsað pappíra og til dæmis mætt á heimili hans með útburðartilkynningu og ætlast til að hann undirritaði hana en vottar höfðu þegar ritað nafn sitt á blaðið og vottuðu þannig undirskrift sem ekki var komin á blaðið. Umboðsmaður Alþingis hóf frumkvæðisathugun á málefnum Félagsbústaða árið 2009 og var þeirri athugun ekki lokið fyrr en árið 2016. Athugunin beindist einkum að breytingum sem gera þyrfti til að tryggja réttindavernd leigutaka og skyldu Félagsbústaða til að gæta að skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins meðal annars við uppsögn og riftun leigusamninga. Í áliti umboðsmanns kemur einnig fram að hann hafi fengið athugasemdir frá leigjendum um framgöngu starfsmanna Félagsbústaða hf. í garð leigutaka. „Gripið hafi verið til aðgerða eins og að tilkynna um meint brot á húsreglum eða slæma umgengni án þess að rætt hafi verið við leigutaka eða skýringa leitað hjá þeim. Jafnframt hafa athugasemdir beinst að því að húsmunir leigutaka hafi verið fjarlægðir af starfsmönnum Félagsbústaða hf. úr leiguíbúðum án þess að haft hafi verið samband við leigutaka.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. 15. október 2018 11:35 Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Það er á þessu ári sem ég verð var við að samskipti og framkoma við leigutaka sé sérstakt úrlausnarefni,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Félagsbústaða, um tíðar kvartanir leigutaka sem borist hafa um framkomu starfsmanna fyrirtækisins. Hann segir að nú sé verið að leggja drög að því að fram fari þjónustukönnun meðal leigutaka til að stjórnin fái yfirlit um hversu almenn óánægjan er. Haraldur Flosi segir að aðrar ábendingar hafi borist sem þarfnist sértækari yfirferðar. Stjórnin sé að hittast núna til að fara yfir slíkar ábendingar sem þarfnist vandaðrar og skilvirkrar yfirferðar. Hann segir stjórn Félagsbústaða funda daglega þessa dagana enda margt sem mæði á, en tilkynnt var um helgina að framkvæmdastjóri félagsins myndi hætta störfum eftir að ljóst varð að endurbætur á leiguhúsnæði í Breiðholti fóru hundruð milljóna fram úr kostnaðaráætlun. „Það gengur mjög illa að fá hlustun um þessi mál og mér finnst ég ganga alls staðar á veggi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi um úttektir sem hún hefur óskað eftir að fram fari á starfsemi Félagsbústaða, þar á meðal um viðmót starfsmanna félagsins gagnvart leigjendum. Hún segir fólk hafa samband við sig reglulega þar sem íbúar hjá Félagsbústöðum kvarti undan starfsmönnum og stjórnsýslu fyrirtækisins. Hún hefur farið yfir þessar kvartanir með stjórnarformanni Félagsbústaða.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúo.Vísir/VilhelmFréttablaðið hefur rætt við nokkra leigjendur Félagsbústaða að undanförnu sem lýst hafa viðmóti starfsmanna fyrirtækisins. Kvartanir lúta meðal annars að því að fólk upplifi að fylgst sé með því og einkalíf þess sé ekki virt. „Þegar þetta byrjaði hjá mér sat ég reyndar við dánarbeð pabba og þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni [forstöðumanni Þjónustu- og samskiptasviðs] sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér og ég þyrfti bara að koma og hitta hann heima,“ segir Guðlaugur Pálmason, sem áður hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst reynslu sinni af Félagsbústöðum. Hann segir viðkomandi starfsmann einnig hafa falsað pappíra og til dæmis mætt á heimili hans með útburðartilkynningu og ætlast til að hann undirritaði hana en vottar höfðu þegar ritað nafn sitt á blaðið og vottuðu þannig undirskrift sem ekki var komin á blaðið. Umboðsmaður Alþingis hóf frumkvæðisathugun á málefnum Félagsbústaða árið 2009 og var þeirri athugun ekki lokið fyrr en árið 2016. Athugunin beindist einkum að breytingum sem gera þyrfti til að tryggja réttindavernd leigutaka og skyldu Félagsbústaða til að gæta að skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins meðal annars við uppsögn og riftun leigusamninga. Í áliti umboðsmanns kemur einnig fram að hann hafi fengið athugasemdir frá leigjendum um framgöngu starfsmanna Félagsbústaða hf. í garð leigutaka. „Gripið hafi verið til aðgerða eins og að tilkynna um meint brot á húsreglum eða slæma umgengni án þess að rætt hafi verið við leigutaka eða skýringa leitað hjá þeim. Jafnframt hafa athugasemdir beinst að því að húsmunir leigutaka hafi verið fjarlægðir af starfsmönnum Félagsbústaða hf. úr leiguíbúðum án þess að haft hafi verið samband við leigutaka.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. 15. október 2018 11:35 Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. 15. október 2018 11:35
Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59