Innlent

Hundrað þúsundasta gestinum fagnað á Hvolsvelli

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bárður Örn og Hulda Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Lava, ásamt fjölskyldunni frá Danmörku sem var leyst út með gjöfum að ókeypis aðgangseyri á safnið í dag fyrir að vera gestir númer 100 þúsund á safninu það sem af er árinu 2018.
Bárður Örn og Hulda Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Lava, ásamt fjölskyldunni frá Danmörku sem var leyst út með gjöfum að ókeypis aðgangseyri á safnið í dag fyrir að vera gestir númer 100 þúsund á safninu það sem af er árinu 2018. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hundrað þúsundasta gestinum sem heimsótti hefur Lava setrið á Hvolsvelli það sem af er árinu 2018 var fagnað í dag. Um var að ræða fjölskyldu frá Danmörku sem er á vikuferðalagi um Ísland.

„Starfsemin hefur gengið miklu betur en við þorðum að vona í upphafi og aðsóknin hefur verið miklu meiri, við erum í skýjunum með þetta“, segir Bárður Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lava. Safnið sem er fræðslu og upplifunarsýning um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi var opnað í júní 2017 sem stærsta eldfjallarsýning landsins.

„Okkar gestir eru 80 – 90% erlendir gestir, aðallega Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar, sem eyða löngum tíma á safninu og drekka í sig upplýsingar um eldgosasöguna að allt sem henni tengist“, bætir Bárður Örn við.

Lava, eldfjalla og jarðskjálftamiðstöðin er staðsett við þjóðveg eitt rétt áður en komið er á Hvolsvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Óskarinn til hönnuða safnsins

Nýlega var tilkynnt um að Basalt Arkitektar og Gagarín hlytu hin virtu Red Dot verðlaun fyrir Lava eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðina á Hvolsvelli en þetta eru ein eftirsóttustu hönnunarverðlaun sem veitt eru. Sýningin var verðlaunuð í tveim flokkum, fyrir sýningarhönnun og gagnvirkni. Alls bárust dómnefndinni 8.610 innsendingar frá 45 þjóðum.

„Þetta er Óskarinn fyrir hönnuðu og eitthvað sem hefur aldrei gerst áður á Íslandi. Það þykir mikill heiður að fá þessu verðlaun og núna eru það ekki bara ein verðlaun, heldur tvenn, sem er algjörlega frábært,“ segir Bárður Örn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×