Borgarbúar kjósa um rafrænt eftirlit og ýmsar umbætur í hverfum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. október 2018 07:00 Kjósa má um öflugra eftirlit í helstu úthverfum. Fréttablaðið/Anton Brink Borgarbúar ganga nú til kosninga á vefnum hverfidmitt.is um ýmsar framkvæmdir í hverfum Reykjavíkur en þetta er í sjöunda sinn sem slík íbúakosning fer fram á vegum borgarinnar. Borgin leggur 450 milljónir til verkefnisins í ár og hefur þeirri fjárhæð verið skipt á milli hverfana eftir fjölda íbúa. Íbúar sem eru eða verða 15 ára á árinu hafa kosningarétt en hingað til hefur aldurstakmarkið verið 16 ár. Forval verkefna hefur þegar farið fram og kosið er á milli verkefna sem komust í gegnum fyrri síu. Meðal verkefna sem kjósa má um í flestum hverfum eru gönguþveranir gatna, vatnspóstar, endurbætur á göngustígum, leik- og sparkvöllum, fjölnota hreysti- og klifursvæði, þurrgufuböð við sundlaugar, nýjar ruslafötur og fleira. Auk framangreindra verkefna gefst íbúum í Grafarvogi kostur á að kjósa um rafræna vöktun við innganga í hverfið sem kosta myndi 33 milljónir, íbúar í Vesturbænum geta kosið um hundagerði við Vesturbæjarlaug fyrir 4 milljónir og Árbæingar gætu varið sömu fjárhæð í deilihjólastæði. Snjallvæðing Breiðhyltinga vekur athygli en þeir gætu kosið sér hleðsluskápa fyrir snjalltæki og snjallbekki til að setjast á meðan hlaðið er. Íbúar Grafarholts geta kosið sér meira skjól með auknu fé til gróðursetninga og íbúar Hlíða kosið bætt aðgengi að stríðsminjum í Öskjuhlíð og tjörn á Klambratúni. Kjalnesingar kosið að virkja vindinn með vindmyllu fyrir 4 milljónir. Þeir eiga þess einnig kost að auka rafræna vöktun í sínu hverfi líkt og Grafarvogsbúar. Kosningin hófst í gær og fer fram á vefnum hverfidmitt.is. Íbúar hafa allan októbermánuð til að kjósa. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Borgarbúar ganga nú til kosninga á vefnum hverfidmitt.is um ýmsar framkvæmdir í hverfum Reykjavíkur en þetta er í sjöunda sinn sem slík íbúakosning fer fram á vegum borgarinnar. Borgin leggur 450 milljónir til verkefnisins í ár og hefur þeirri fjárhæð verið skipt á milli hverfana eftir fjölda íbúa. Íbúar sem eru eða verða 15 ára á árinu hafa kosningarétt en hingað til hefur aldurstakmarkið verið 16 ár. Forval verkefna hefur þegar farið fram og kosið er á milli verkefna sem komust í gegnum fyrri síu. Meðal verkefna sem kjósa má um í flestum hverfum eru gönguþveranir gatna, vatnspóstar, endurbætur á göngustígum, leik- og sparkvöllum, fjölnota hreysti- og klifursvæði, þurrgufuböð við sundlaugar, nýjar ruslafötur og fleira. Auk framangreindra verkefna gefst íbúum í Grafarvogi kostur á að kjósa um rafræna vöktun við innganga í hverfið sem kosta myndi 33 milljónir, íbúar í Vesturbænum geta kosið um hundagerði við Vesturbæjarlaug fyrir 4 milljónir og Árbæingar gætu varið sömu fjárhæð í deilihjólastæði. Snjallvæðing Breiðhyltinga vekur athygli en þeir gætu kosið sér hleðsluskápa fyrir snjalltæki og snjallbekki til að setjast á meðan hlaðið er. Íbúar Grafarholts geta kosið sér meira skjól með auknu fé til gróðursetninga og íbúar Hlíða kosið bætt aðgengi að stríðsminjum í Öskjuhlíð og tjörn á Klambratúni. Kjalnesingar kosið að virkja vindinn með vindmyllu fyrir 4 milljónir. Þeir eiga þess einnig kost að auka rafræna vöktun í sínu hverfi líkt og Grafarvogsbúar. Kosningin hófst í gær og fer fram á vefnum hverfidmitt.is. Íbúar hafa allan októbermánuð til að kjósa.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira