Erlent

Gerðu loftárásir á búðir hryðjuverkamanna í Sýrlandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mynd frá árásunum í gær.
Mynd frá árásunum í gær. vísir/epa

Íranir gerðu í nótt loftárásir á búðir hryðjuverkamanna í austurhluta Sýrlands, sem þeir segja að hafi staðið á bakvið árás á hersýningu í Íran í síðasta mánuði.

Í yfirlýsingu segir að fjölmargir hryðjuverkamenn hafi verið felldir eða særðir í árásunum og íranskir miðlar segja að langdrægum eldflaugum hafi verið skotið á búðirnar sem voru austan við ánna Efrat í Sýrlandi.

Að minnsta kosti tuttugu og fimm voru myrtir í árásinni á hersýninguna sem var í borginni Ahvaz í Íran og var það mannskæðasta hryðjuverkaárás í landinu í rúman áratug.

Bæði ISIS-samtökin og aðskilnaðarsinnar Araba í Íran hafa lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér. Íranir hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad Íransforseta í borgarastríðinu þar í landi síðustu árin og Íranir kenna Bandaríkjamönnum, Ísraelum og Sádí Aröbum um að hafa gert hryðjuverkamönnunum kleift að gera árásina á hersýninguna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.