Erlent

Gerðu loftárásir á búðir hryðjuverkamanna í Sýrlandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mynd frá árásunum í gær.
Mynd frá árásunum í gær. vísir/epa
Íranir gerðu í nótt loftárásir á búðir hryðjuverkamanna í austurhluta Sýrlands, sem þeir segja að hafi staðið á bakvið árás á hersýningu í Íran í síðasta mánuði.

Í yfirlýsingu segir að fjölmargir hryðjuverkamenn hafi verið felldir eða særðir í árásunum og íranskir miðlar segja að langdrægum eldflaugum hafi verið skotið á búðirnar sem voru austan við ánna Efrat í Sýrlandi.

Að minnsta kosti tuttugu og fimm voru myrtir í árásinni á hersýninguna sem var í borginni Ahvaz í Íran og var það mannskæðasta hryðjuverkaárás í landinu í rúman áratug.

Bæði ISIS-samtökin og aðskilnaðarsinnar Araba í Íran hafa lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér. Íranir hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad Íransforseta í borgarastríðinu þar í landi síðustu árin og Íranir kenna Bandaríkjamönnum, Ísraelum og Sádí Aröbum um að hafa gert hryðjuverkamönnunum kleift að gera árásina á hersýninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×