SA bjóða í dans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2018 06:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aukið framboð húsnæðis, aukið hlutfall dagvinnulauna í heildarlaunum og upptaka „virks vinnutíma“ er meðal þess sem Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á í komandi kjarasamningaviðræðum. Samtökin sendu viðsemjendum sínum bréf í gær þar sem útlistuð eru atriði sem þau telja mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hugi að. Um áramótin renna núgildandi kjarasamningar SA og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) út en þeir ná til ríflega 100 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. „Með þessu bréfi stíga SA skref til viðsemjenda sinna og bjóða þeim upp í dans með það að marki að bæta lífskjör almennings. Þau eru samsett úr fleiri þáttum en aðeins launahækkunum og við teljum að nú sé rétti tíminn til að beina sjónum okkar að þeim hlutum sem við teljum upp í bréfinu. Markmið okkar er að standa vörð um þann lífskjarabata sem við höfum náð fram á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í bréfinu er reifað hvernig launahækkanir undanfarin ár hafi haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og við því þurfi að bregðast. Tryggja þurfi að verðbólga fari ekki á flug og að breytingar á launum nú verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Lífskjör og starfsánægju megi bæta með öðru en eingöngu launahækkunum. Meðal þess sem nefnt er í því samhengi er aukið framboð á húsnæði bæði til leigu og eignar. Launahækkanir leysi þann vanda ekki og geti í raun haft þau áhrif að húsnæðisverð hækki. SA vill einnig skoða þann möguleika að breyta skilgreindu dagvinnutímabili, uppgjörstímabili yfirvinnu og álagsgreiðslum en hlutfall síðastnefndu þáttanna í heildarlaunum er með hæsta móti hér á landi. Þá vilja SA ræða breytt skipulag og sveigjanleika vinnutíma. „Það eru fleiri mál sem sameina atvinnurekendur og launþegahreyfinguna heldur en sundra. Við komum með þessi mál að borðinu og bjóðum verkalýðshreyfingunni að leggja fleiri mál í púkkið. Þegar þau hafa verið leyst þá er hægt að meta rýmið til breytinga á launum,“ segir Halldór og bætir því við að umrætt svigrúm sé afar takmarkað. Nokkur atriði á lista SA eru þess eðlis að aðkomu ríkis og sveitarfélaga gæti verið þörf á einhverjum stigum málsins. Halldór segir innihaldi bréfsins ekki beint til þeirra. „Þetta snýst um að ná sátt við verkalýðshreyfinguna. Kjarasamningar eru fyrst og fremst okkar á milli og þeim mun meira sem við getum leyst í sameiningu því betra,“ segir Halldór. „Það er mikil vinna fram undan en vonandi næst að afgreiða málið þannig að samningar taki strax við þegar núverandi samningar renna út.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Aukið framboð húsnæðis, aukið hlutfall dagvinnulauna í heildarlaunum og upptaka „virks vinnutíma“ er meðal þess sem Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á í komandi kjarasamningaviðræðum. Samtökin sendu viðsemjendum sínum bréf í gær þar sem útlistuð eru atriði sem þau telja mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hugi að. Um áramótin renna núgildandi kjarasamningar SA og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) út en þeir ná til ríflega 100 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. „Með þessu bréfi stíga SA skref til viðsemjenda sinna og bjóða þeim upp í dans með það að marki að bæta lífskjör almennings. Þau eru samsett úr fleiri þáttum en aðeins launahækkunum og við teljum að nú sé rétti tíminn til að beina sjónum okkar að þeim hlutum sem við teljum upp í bréfinu. Markmið okkar er að standa vörð um þann lífskjarabata sem við höfum náð fram á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í bréfinu er reifað hvernig launahækkanir undanfarin ár hafi haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og við því þurfi að bregðast. Tryggja þurfi að verðbólga fari ekki á flug og að breytingar á launum nú verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Lífskjör og starfsánægju megi bæta með öðru en eingöngu launahækkunum. Meðal þess sem nefnt er í því samhengi er aukið framboð á húsnæði bæði til leigu og eignar. Launahækkanir leysi þann vanda ekki og geti í raun haft þau áhrif að húsnæðisverð hækki. SA vill einnig skoða þann möguleika að breyta skilgreindu dagvinnutímabili, uppgjörstímabili yfirvinnu og álagsgreiðslum en hlutfall síðastnefndu þáttanna í heildarlaunum er með hæsta móti hér á landi. Þá vilja SA ræða breytt skipulag og sveigjanleika vinnutíma. „Það eru fleiri mál sem sameina atvinnurekendur og launþegahreyfinguna heldur en sundra. Við komum með þessi mál að borðinu og bjóðum verkalýðshreyfingunni að leggja fleiri mál í púkkið. Þegar þau hafa verið leyst þá er hægt að meta rýmið til breytinga á launum,“ segir Halldór og bætir því við að umrætt svigrúm sé afar takmarkað. Nokkur atriði á lista SA eru þess eðlis að aðkomu ríkis og sveitarfélaga gæti verið þörf á einhverjum stigum málsins. Halldór segir innihaldi bréfsins ekki beint til þeirra. „Þetta snýst um að ná sátt við verkalýðshreyfinguna. Kjarasamningar eru fyrst og fremst okkar á milli og þeim mun meira sem við getum leyst í sameiningu því betra,“ segir Halldór. „Það er mikil vinna fram undan en vonandi næst að afgreiða málið þannig að samningar taki strax við þegar núverandi samningar renna út.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira