Innlent

Skjálfti utan við Reykjanestá

Atli Ísleifsson skrifar
Reykjanesviti á Bæjarfelli
Reykjanesviti á Bæjarfelli Vísir/Einar Árnason
Jarðskjálfti af stærð 3,2 varð um sjö kílómetrum norð-norðaustur af Reykjanestá klukkan 18:10 í kvöld.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að það hafi verið smá skjálftavirkni við Reykjanestá í dag en þessi skjálfti hafi verið þeirra stærstur.

„Nokkrir skjálftar að stærð 1,3-1,7 komu á undan, eða um kl 17:45, og svo fylgdu nokkrir litlir skjálftar á eftir.

Aðeins ein tilkynning hefur komið um að skjálftinn hafi fundist en það var í Bláa Lóninu eða um 20km frá upptökkum skjálftans.

Skjálftarnir eru á þekktu jarðskjálftasvæði,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.