Enski boltinn

Meiðsli Keita ekki alvarleg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Betur fór en á horfðist hjá Naby Keita
Betur fór en á horfðist hjá Naby Keita vísir/getty
Naby Keita ætti að geta tekið þátt í leik Liverpool og Manchester City á sunnudaginn. Meiðsli hans í leik Liverpool og Napólí í gærkvöld voru ekki alvarleg.

Keita þurfti að fara af velli á börum eftir aðeins tuttugu mínútur af leiknum í Napólí í Meistaradeild Evrópu. Hann var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa kvartað undan bakmeiðslum.

Þar fór hann í skoðanir og var síðan úrskurðað að það væri í lagi með leikmanninn. Hann mun fljúga heim til Liverpool með liðinu í dag.

Liverpool mætir Manchester City í stórleik næstu umferðar á sunnudaginn, liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar eftir sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×