Þórdís Edda: Stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. október 2018 20:00 Þórdís Edda Hjartardóttir markvörður Fylkis fékk í gær viðurkenningu sem besti leikmaðurinn í Inkasso-deild kvenna í fótbolta. Hún hætti um tíma í fótboltanum vegna þunglyndis. Þórdís er ófeimin að segja sögu sína. „Ég greinist með þunglyndi 2010 eftir að samningi mínum lýkur hjá Breiðablik. Það tók mig langan tíma að ná bata og ná aftur að verða ég sjálf eftir þunglyndi,” sagði Þórdís í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað hjálpaði til? „Góður stuðningur frá fólki í kringum mig og skilningur frá liðsfélögum mínum í Álftanesi hjálpaði mér mikið. Það fékk mig fyrir sjálfstrausti mínu byggjast upp og það hafði ég ekki fundið fyrir lengi.” „Ég man sérstaklega vel eftir þegar ég sagði liðsfélögum mínum frá þessu í Breiðablik er ég var beðinn um að koma aftur, sem ég gerði reyndar ekki, þá mætti ég svo miku skilningsleysi.” Þórdís kemur hreint fram og er ekkert hrædd við að segja sína sögu. Hún segir að fólk hafi þó ekki vitað hvernig ætti að haga sér. „Ég mætti ekki neikvæðni en fólk vissi ekki hvernig átti að höndla þetta. Ég fékk engan stuðning og það var bara svona: Þá ert þú ekki hluti af okkar liði og þú ert bara að díla við þitt.” „Í dag finnst mér mjög mikilvægt að fólk viti að ég gekk í gegnum þetta til þess að ungir einstaklingar sem eru að ganga í gegnum það sama og ég, sjá að það er hægt að ná bata með mikilli vinnu. Það er hægt að ná árangri aftur.” En hversu stórt er að fá þessa viðurkenningu sem Þórdís fékk í gær, besti leikmaður Inkasso-deildar kvenna? „Það er ótrúlega stórt fyrir mig. Ég gat ekki ímyndað mér fyrir þrem til fjórum árum að ég myndi ná þessum árangri og fá þessa viðurkenningu. Mér fannst ég alltaf falla niður fyrir hópinn og væri bara að glíma við mína vanlíðan.” „Þetta er stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu. Ég er orðinn ég aftur og mér líður eins og mér aftur,” en vill hún meina að það séu fleiri í fótboltanum sem glíma við sama vandamál? „Ég held það. Þetta er mikill pressa and- og líkamlega. Ég held að þetta sé algengara en við heldum,” en Þórdís er til í að opna á umræðuna. „Mér fannst þetta veikleiki fyrst en í dag sé ég þroskast sem ég fæ frá þessu. Mér finnst mikilvægt að fólk sjái mig og sjái að það er hægt að ná góðan bata.” Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér. „Fótboltinn er mín ástríða og það var erfitt að þurfa að hætta og geta ekki spilað þar sem þetta var minn griðarstaður á yngri árum. Í dag líður mér vel and- og líkamlega. Það er gaman að fá þessa tilfinningu í líkamann.” „Með mikilli vinnu og hjálp frá fagaðilum og aðstandendum þá er hægt að sigrast á þunglyndi. Það er mikilvægt að leggja á sig vinnuna. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Þórdís Edda Hjartardóttir markvörður Fylkis fékk í gær viðurkenningu sem besti leikmaðurinn í Inkasso-deild kvenna í fótbolta. Hún hætti um tíma í fótboltanum vegna þunglyndis. Þórdís er ófeimin að segja sögu sína. „Ég greinist með þunglyndi 2010 eftir að samningi mínum lýkur hjá Breiðablik. Það tók mig langan tíma að ná bata og ná aftur að verða ég sjálf eftir þunglyndi,” sagði Þórdís í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað hjálpaði til? „Góður stuðningur frá fólki í kringum mig og skilningur frá liðsfélögum mínum í Álftanesi hjálpaði mér mikið. Það fékk mig fyrir sjálfstrausti mínu byggjast upp og það hafði ég ekki fundið fyrir lengi.” „Ég man sérstaklega vel eftir þegar ég sagði liðsfélögum mínum frá þessu í Breiðablik er ég var beðinn um að koma aftur, sem ég gerði reyndar ekki, þá mætti ég svo miku skilningsleysi.” Þórdís kemur hreint fram og er ekkert hrædd við að segja sína sögu. Hún segir að fólk hafi þó ekki vitað hvernig ætti að haga sér. „Ég mætti ekki neikvæðni en fólk vissi ekki hvernig átti að höndla þetta. Ég fékk engan stuðning og það var bara svona: Þá ert þú ekki hluti af okkar liði og þú ert bara að díla við þitt.” „Í dag finnst mér mjög mikilvægt að fólk viti að ég gekk í gegnum þetta til þess að ungir einstaklingar sem eru að ganga í gegnum það sama og ég, sjá að það er hægt að ná bata með mikilli vinnu. Það er hægt að ná árangri aftur.” En hversu stórt er að fá þessa viðurkenningu sem Þórdís fékk í gær, besti leikmaður Inkasso-deildar kvenna? „Það er ótrúlega stórt fyrir mig. Ég gat ekki ímyndað mér fyrir þrem til fjórum árum að ég myndi ná þessum árangri og fá þessa viðurkenningu. Mér fannst ég alltaf falla niður fyrir hópinn og væri bara að glíma við mína vanlíðan.” „Þetta er stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu. Ég er orðinn ég aftur og mér líður eins og mér aftur,” en vill hún meina að það séu fleiri í fótboltanum sem glíma við sama vandamál? „Ég held það. Þetta er mikill pressa and- og líkamlega. Ég held að þetta sé algengara en við heldum,” en Þórdís er til í að opna á umræðuna. „Mér fannst þetta veikleiki fyrst en í dag sé ég þroskast sem ég fæ frá þessu. Mér finnst mikilvægt að fólk sjái mig og sjái að það er hægt að ná góðan bata.” Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér. „Fótboltinn er mín ástríða og það var erfitt að þurfa að hætta og geta ekki spilað þar sem þetta var minn griðarstaður á yngri árum. Í dag líður mér vel and- og líkamlega. Það er gaman að fá þessa tilfinningu í líkamann.” „Með mikilli vinnu og hjálp frá fagaðilum og aðstandendum þá er hægt að sigrast á þunglyndi. Það er mikilvægt að leggja á sig vinnuna.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira