Jóhann Berg lagði upp enn eitt markið fyrir Burnley í jafntefli Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 6. október 2018 16:15 Jóhann Berg í baráttunni í dag vísir/getty Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp enn eitt markið fyrir Burnley er liðið gerði jafntefli gegn Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg gaf þá fyrirgjöf á Sam Vokes sem skallaði boltann í netið og Burnley komið yfir eftir 20 mínútna leik. Burnley leiddu leikinn í hálfleik en Christopher Schindler jafnaði leikinn fyrir Huddersfield á 66. mínútu. Urðu það lokatölur, 1-1. Burnley er komið í 12. sæti deildarinnar en Huddersfield er enn í fallsæti með þrjú stig. Þetta var fjórða stoðsending Jóhanns Bergs á tímabilinu og er hann stoðsendingahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar á tímabilinu ásamt Jose Holebas, Benjamin Mendy og Callum Wilson. Enski boltinn
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp enn eitt markið fyrir Burnley er liðið gerði jafntefli gegn Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg gaf þá fyrirgjöf á Sam Vokes sem skallaði boltann í netið og Burnley komið yfir eftir 20 mínútna leik. Burnley leiddu leikinn í hálfleik en Christopher Schindler jafnaði leikinn fyrir Huddersfield á 66. mínútu. Urðu það lokatölur, 1-1. Burnley er komið í 12. sæti deildarinnar en Huddersfield er enn í fallsæti með þrjú stig. Þetta var fjórða stoðsending Jóhanns Bergs á tímabilinu og er hann stoðsendingahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar á tímabilinu ásamt Jose Holebas, Benjamin Mendy og Callum Wilson.