Dier tryggði Tottenham mikilvæg þrjú stig 6. október 2018 16:30 Liðsmenn Tottenham fagna marki Dier í dag Vísir/Getty Eric Dier var hetja Tottenham þegar hann skoraði eina mark leiksins í sigri á nýliðum Cardiff á Wembley. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands var á varamannabekk Cardiff í fyrsta skiptið á tímabilinu en hann er að jafna sig á meiðslum. Mark Dier kom strax á áttundu mínútu leiksins. Joe Ralls fékk að líta á rauða spjaldið á 58. mínútu eftir heimskulegt brot og þurfti Cardiff því að leika einum manni færri restina af leiknum. Með sigrinum er Tottenham komið í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliðunum Manchester City og Liverpool en þau mætast einmitt á morgun. Cardiff er í neðsta sæti deildarinnar Enski boltinn
Eric Dier var hetja Tottenham þegar hann skoraði eina mark leiksins í sigri á nýliðum Cardiff á Wembley. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands var á varamannabekk Cardiff í fyrsta skiptið á tímabilinu en hann er að jafna sig á meiðslum. Mark Dier kom strax á áttundu mínútu leiksins. Joe Ralls fékk að líta á rauða spjaldið á 58. mínútu eftir heimskulegt brot og þurfti Cardiff því að leika einum manni færri restina af leiknum. Með sigrinum er Tottenham komið í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliðunum Manchester City og Liverpool en þau mætast einmitt á morgun. Cardiff er í neðsta sæti deildarinnar