Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. október 2018 19:45 Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Arctic Fish og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Fyrirtækin fóru fram á að réttaráhrifum vegna ákvörðun nefndarinnar yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir hjá dómstólum en nefndin vísaði frá beiðninni í dag og taldi sig ekki hafa heimild til að fresta réttaráhrifum. Þar kemur þó fram að ráðherra megi veita undanþágu frá starfsleyfi ef ríkir hagsmunir séu undir. Arctic Fish heldur úti kvíum á Tálknafirði, Patreksfirði og Dýrafirði en fyrirtækið þarf kvíar á nokkrum svæðum til að hvíla þær reglulega ef lágmarka á umhverfisáhrif. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að ef taka þurfi tvær kvíar úr umferð kippi það fótunum undan rekstrinum. Þá er einnig beðið úrskurðar vegna Dýrafjarðar. „Við erum að byggja upp fiskeldi þannig að það þarf að vera ákveðin hvíld á milli svæða. Svokölluð árgangaskipti,“ segir hann. „Þetta er alger undirstaða í þeirri umhverfisvottuðu vöru sem við erum að selja og ef við tökum alveg tvö vistkerfi út úr þeirri mynd er ekki hægt að halda áfram.“Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Mynd/FriðrikHann segir að nú sé málið í raun orðið pólitískt og stjórnvöld þurfi að ákveða hvort að reka eigi sjókvíaeldi á Íslandi. Hugsanlega þurfi nú að slátra fiskum og óvissa fyrir starfsfólk sé óþolandi. Þetta sé sérstaklega sárt þar sem ekki sé við fyrirtækið að sakast heldur taldi úrskurðarnefndin mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum sjókvíaledis á svæðinu ekki geta verið grundvöllur leyfisveitingarinnar þar sem umfjöllun um aðra valkosti hafi skort. „Við sem fyrirtæki og starfsmenn gerðum ekki neitt rangt eins og kemur fram í úrskurðinum,“ segir Sigurður. „Heldur er um ákveðið formsatriði að ræða sem virðist hafa brugðist að mati úrskurðarnefndar. Það er svolítið slæmt ef að það á að bitna á starfsfólki og atvinnurekstri“ Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Arctic Fish og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Fyrirtækin fóru fram á að réttaráhrifum vegna ákvörðun nefndarinnar yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir hjá dómstólum en nefndin vísaði frá beiðninni í dag og taldi sig ekki hafa heimild til að fresta réttaráhrifum. Þar kemur þó fram að ráðherra megi veita undanþágu frá starfsleyfi ef ríkir hagsmunir séu undir. Arctic Fish heldur úti kvíum á Tálknafirði, Patreksfirði og Dýrafirði en fyrirtækið þarf kvíar á nokkrum svæðum til að hvíla þær reglulega ef lágmarka á umhverfisáhrif. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að ef taka þurfi tvær kvíar úr umferð kippi það fótunum undan rekstrinum. Þá er einnig beðið úrskurðar vegna Dýrafjarðar. „Við erum að byggja upp fiskeldi þannig að það þarf að vera ákveðin hvíld á milli svæða. Svokölluð árgangaskipti,“ segir hann. „Þetta er alger undirstaða í þeirri umhverfisvottuðu vöru sem við erum að selja og ef við tökum alveg tvö vistkerfi út úr þeirri mynd er ekki hægt að halda áfram.“Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Mynd/FriðrikHann segir að nú sé málið í raun orðið pólitískt og stjórnvöld þurfi að ákveða hvort að reka eigi sjókvíaeldi á Íslandi. Hugsanlega þurfi nú að slátra fiskum og óvissa fyrir starfsfólk sé óþolandi. Þetta sé sérstaklega sárt þar sem ekki sé við fyrirtækið að sakast heldur taldi úrskurðarnefndin mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum sjókvíaledis á svæðinu ekki geta verið grundvöllur leyfisveitingarinnar þar sem umfjöllun um aðra valkosti hafi skort. „Við sem fyrirtæki og starfsmenn gerðum ekki neitt rangt eins og kemur fram í úrskurðinum,“ segir Sigurður. „Heldur er um ákveðið formsatriði að ræða sem virðist hafa brugðist að mati úrskurðarnefndar. Það er svolítið slæmt ef að það á að bitna á starfsfólki og atvinnurekstri“
Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22
Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38